Guðmundur Pálsson 26. okt. 2018

Þrjú­þúsund­þrjúhundruð­þrjátíu­og­sex - heppinn vinkonu­hópur dreginn úr í beinni kl. 11:00 í dag

Verður þinn hópur dreginn út úr 3.336 vinkonuhópum sem hafa skráð sig til leiks og ætla að bæta þátttöku sinna kvenna í skimun fyrir krabbameinum?

Í Bleiku slaufunni í ár tók Krabbameinsfélagið höndum saman við vinkonuhópa með það að markmiði að bæta þátttöku kvenna í skimun fyrir krabbameinum. Margir vinkonuhópar halda saman svo áratugum skiptir í gegnum súrt og sætt og veita ómetanlegan stuðning og hvatningu þegar á þarf að halda.

Samstöðukraftur kvenna er magnaður. Það sýnir þátttaka vinkonuhópa í verkefni Krabbameinsfélagsins sem felst í því að hvetja vinkonuhópa til að skrá hópinn sinn og fá í staðinn hagnýtan fróðleik og reglulega hvatningu til að minna á þátttöku í skimun.

Nú hafa rúmlega 3.300 vinkonuhópar skráð sig í verkefnið!

Bleikur ferðavinningur frá Heimsferðum í beinni

Verkefnið er dyggilega stutt af Heimsferðum sem lagði sitt af mörkum til að hvetja vinkonuhópana til dáða með því að gefa ferðavinning að upphæð kr. 300.000 og er þeim sérstaklega þakkaður stuðningurinn.

Í dag, föstudaginn 26. október kl. 11:00 munum við draga út einn vinkonuhópinn sem hlýtur ferðavinninginn góða. Útdrátturinn fer fram í beinni útsendingu á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar.

Um leið og við þökkum þeim þúsundum kvenna sem þegar hafa tekið þátt í verkefninu fyrir frábæra þátttöku viljum við hvetja þá hópa sem enn eiga eftir að skrá sig til að gera það og vera með. 

Munum að bætt þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum er til góðs. 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?