Sigurlaug Gissurardóttir 15. nóv. 2016

Þjóðarátak gegn mergæxlum

Á næstu dögum fer í hönd ein umfangsmesta blóðskimunarrannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Öllum einstaklingum eldri en 40 ára (fæddum 1975 eða fyrr) búsettum á Íslandi, verður boðin þátttaka. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta mögulegan ávinning af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Metið verður hvort skimunin sé hagkvæm, hvaða áhrif vitneskja um forstig krabbameina hefur á lífsgæði einstaklinga og hvort unnt sé að lækna mergæxli með því að meðhöndla það fyrr en nú er gert um allan heim. Talið er að 4% fólks yfir fertugu sé með forstigið og að árlega þrói 1% þeirra með sér mergæxli.

Það er einfalt að taka þátt

Til að taka þátt þarftu einungis að veita samþykki. Næst þegar þú ferð í blóðprufu af einhverjum ástæðum munum við fá hluta af blóðsýninu til að skima fyrir forstigi mergæxlis. Þú þarft ekki að fara í sérstaka blóðprufu vegna rannsóknarinnar. Á www.blodskimun.is finnur þú allar frekari upplýsingar um rannsóknina, auk þess sem hún er vandlega útskýrð í bæklingi sem fylgir þátttökubeiðninni. Ein viðamesta vísindarannsókn Íslandssögunnar. 

Við Íslendingar stöndum framarlega í baráttunni gegn krabbameini. Nú gefst okkur tækifæri til að leggja lið mikilvægum rannsóknum með því að taka þátt í þjóðarátaki gegn mergæxlum. Árangur þessarar umfangsmiklu rannsóknar er undir því kominn að þátttaka verði almenn svo unnt verði að byggja á henni til framtíðar. Sem verndari þessa átaks höfða ég til landsmanna allra að ganga til liðs við færustu vísindamenn okkar, sem vinna að þessu verkefni í þágu okkar allra. Verndari verkefnisins frú Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands 1980–1996


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?