Sigurlaug Gissurardóttir 15. nóv. 2016

Þjóðarátak gegn mergæxlum

Á næstu dögum fer í hönd ein umfangsmesta blóðskimunarrannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Öllum einstaklingum eldri en 40 ára (fæddum 1975 eða fyrr) búsettum á Íslandi, verður boðin þátttaka. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta mögulegan ávinning af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Metið verður hvort skimunin sé hagkvæm, hvaða áhrif vitneskja um forstig krabbameina hefur á lífsgæði einstaklinga og hvort unnt sé að lækna mergæxli með því að meðhöndla það fyrr en nú er gert um allan heim. Talið er að 4% fólks yfir fertugu sé með forstigið og að árlega þrói 1% þeirra með sér mergæxli.

Það er einfalt að taka þátt

Til að taka þátt þarftu einungis að veita samþykki. Næst þegar þú ferð í blóðprufu af einhverjum ástæðum munum við fá hluta af blóðsýninu til að skima fyrir forstigi mergæxlis. Þú þarft ekki að fara í sérstaka blóðprufu vegna rannsóknarinnar. Á www.blodskimun.is finnur þú allar frekari upplýsingar um rannsóknina, auk þess sem hún er vandlega útskýrð í bæklingi sem fylgir þátttökubeiðninni. Ein viðamesta vísindarannsókn Íslandssögunnar. 

Við Íslendingar stöndum framarlega í baráttunni gegn krabbameini. Nú gefst okkur tækifæri til að leggja lið mikilvægum rannsóknum með því að taka þátt í þjóðarátaki gegn mergæxlum. Árangur þessarar umfangsmiklu rannsóknar er undir því kominn að þátttaka verði almenn svo unnt verði að byggja á henni til framtíðar. Sem verndari þessa átaks höfða ég til landsmanna allra að ganga til liðs við færustu vísindamenn okkar, sem vinna að þessu verkefni í þágu okkar allra. Verndari verkefnisins frú Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands 1980–1996


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?