Björn Teitsson 7. apr. 2021

„Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

  • Silla

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Jens Pétur Jensen greindist með blöðruhálskrabbamein í fyrra. Hann hefur lokið mjög strangri meðferð og er nú í góðri endurhæfingu með það að markmiði að ná aftur fyrri kröftum. Jens er farsæll í atvinnulífinu, stofnandi ISNIC, sem selur og sér um netlénin sem enda á .is. Hann fór óhefðbundnar leiðir í sinni meðferð og endurhæfingu, vann mikið í andlegu hliðinni og sótti tíma hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins en setti sér einnig mjög áhugavert markmið.

 Þannig er að Jens ákvað að læra á píanó, á meðan hann stæði í veikindum sínum. Hann setti sér það markmið að geta spilað Prelódíu númer 1 eftir Bach, á flygilinn sem situr í K-byggingu Landspítalans, ári eftir að hafa greinst með krabbamein. Og það gerði hann! Hvorki meira né minna.

Jens kíkti í heimsókn til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í einn vinsælasta útvarpsþátt landsins, Segðu mér, þar sem hann rakti ótrúlega sögu sína. Hægt er að hlusta hér , við mælum með þessu. 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?