Björn Teitsson 7. apr. 2021

„Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

  • Silla

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Jens Pétur Jensen greindist með blöðruhálskrabbamein í fyrra. Hann hefur lokið mjög strangri meðferð og er nú í góðri endurhæfingu með það að markmiði að ná aftur fyrri kröftum. Jens er farsæll í atvinnulífinu, stofnandi ISNIC, sem selur og sér um netlénin sem enda á .is. Hann fór óhefðbundnar leiðir í sinni meðferð og endurhæfingu, vann mikið í andlegu hliðinni og sótti tíma hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins en setti sér einnig mjög áhugavert markmið.

 Þannig er að Jens ákvað að læra á píanó, á meðan hann stæði í veikindum sínum. Hann setti sér það markmið að geta spilað Prelódíu númer 1 eftir Bach, á flygilinn sem situr í K-byggingu Landspítalans, ári eftir að hafa greinst með krabbamein. Og það gerði hann! Hvorki meira né minna.

Jens kíkti í heimsókn til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í einn vinsælasta útvarpsþátt landsins, Segðu mér, þar sem hann rakti ótrúlega sögu sína. Hægt er að hlusta hér , við mælum með þessu. 


Fleiri nýjar fréttir

KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Lesa meira
Skógarhlíð

6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

31. mar. 2021 : Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Lesa meira

28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?