Björn Teitsson 7. apr. 2021

„Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

  • Silla

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Jens Pétur Jensen greindist með blöðruhálskrabbamein í fyrra. Hann hefur lokið mjög strangri meðferð og er nú í góðri endurhæfingu með það að markmiði að ná aftur fyrri kröftum. Jens er farsæll í atvinnulífinu, stofnandi ISNIC, sem selur og sér um netlénin sem enda á .is. Hann fór óhefðbundnar leiðir í sinni meðferð og endurhæfingu, vann mikið í andlegu hliðinni og sótti tíma hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins en setti sér einnig mjög áhugavert markmið.

 Þannig er að Jens ákvað að læra á píanó, á meðan hann stæði í veikindum sínum. Hann setti sér það markmið að geta spilað Prelódíu númer 1 eftir Bach, á flygilinn sem situr í K-byggingu Landspítalans, ári eftir að hafa greinst með krabbamein. Og það gerði hann! Hvorki meira né minna.

Jens kíkti í heimsókn til Sigurlaugar M. Jónasdóttur í einn vinsælasta útvarpsþátt landsins, Segðu mér, þar sem hann rakti ótrúlega sögu sína. Hægt er að hlusta hér , við mælum með þessu. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?