Ása Sigríður Þórisdóttir 5. okt. 2022

„Þegar foreldri fær krabbamein - hvaða áhrif hefur það á börnin?"

Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Upptaka af hádegiserindi sem haldið var 11. október kl.11:30 -13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins.

Í tilefni af Bleiku slaufunni var boðið upp á hádegiserindi þann 11. október kl.11:30 -13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Viðburðinum var streymt í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.

Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Það skiptir hins vegar máli fyrir barnið að veikindum sé ekki haldið leyndum fyrir því og að það fái upplýsingar sem hæfa aldri og þroska. Í Bleiku slaufunni í ár segir Ásdís Ingólfsdóttir sína sögu og kemur m.a. inn á hvaða áhrif veikindi hennar höfðu á börnin.

Dagskrá

  • Frásagnir þeirra sem reynt hafa:
    Ásdís Ingólfsdóttir, kennari og rithöfundur og börn hennar þau Laufey Haraldsdóttir og Steindór Haraldsson.
  • Fagleg sýn:
    Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu fjalla um upplifun og líðan barna þegar foreldri greinist með krabbamein, hvernig hægt er að styðja við börnin og fjölskyldur þeirra og þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?