Ása Sigríður Þórisdóttir 4. maí 2023

Þakklæti og gleði réði ríkjum á Styrkleikunum

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins voru haldnir um síðastliðna helgi í annað sinn á Selfossi. Í heildina tóku um 500 þátttakendur þátt með því að ganga 23.677 hringi, eða rúmlega 5.900 km., á meðan leikarnir stóðu.

Styrkleikarnir eru hluti af Global Relay for Life, alheimsviðburði sem á uppruna sinn hjá ameríska krabbameinsfélaginu. Sambærilegir leikar eru haldnir á 5.000 stöðum í 30 löndum í sex heimsálfum. Leikarnir snúast um að sýna stuðning í verki með því að halda boðhlaupskefli gangandi í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að ekki fæst hvíld frá krabbameini. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, settu leikana með því að afhenda Svanhildi Ólafsdóttur, formanni Krabbameinsfélags Árnessýslu, boðhlaupskeflið. Í kjölfarið gengu allir þátttakendur saman fyrsta hringinn undir tónlist frá Lúðrasveit Þorlákshafnar.

Fjölbreytt skemmtidagskrá var yfir daginn með listafólki úr heimabyggð sem allt gaf vinnu sína. Dagskráin náði ákveðnum hápunkti með ljósastund þegar rökkva tók um kvöldið, en þá var kveikt á kertum í sérútbúnum pokum sem þátttakendur höfðu skreytt og skrifað kveðjur á. Pokarnir mynduðu hjarta.

Krabbameinsfélagið þakkar Krabbameinsfélagi Árnessýslu, sveitarfélaginu Árborg, styrktaraðilum og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd leikanna kærlega fyrir ómetanlegt framlag við að gera Styrkleikana að þeim einstaka viðburði sem þeir eru.

IMG_0356

IMG_0462IMG_0527IMG_0547_1683216932674IMG_0573IMG_0598IMG_0620IMG_0655IMG_0779

IMG_0369IMG_0434

IMG_0444IMG_0649

IMG_0822IMG_0844_1683217156571


Helga Guðrún Lárusdóttir, blaðamaður Dagskrárinnar tók meðfylgjandi myndir.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?