Sigurlaug Gissurardóttir 24. jan. 2017

Þakkir fyrir þriggja áratuga samstarf

Heilsugæslulæknarnir í Laugarási Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson, hafa látið störfum eftir ríflega þriggja áratuga starf og því er skilt að þakka þeim gott samstarf við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þessum starfstíma, Pétri frá júlí 1983 og Gylfa frá október 1984. Pétur var frá upphafi sá sem hafði milligöngu um samstarfið við Leitarstöðina og nefndist því í skipuriti leitarinnar sem ábyrgur staðarlæknir fyrir leitarstarfinu í umdæmi Laugaráss. Hann var frá upphafi mjög áhugasamur um að efla leitarstarfið í heilsugæsluumdæminu og vegna vandamála við mönnun leitar á Selfossi varð því að samkomulagi að leghálskrabbameinsleitin yrði framkvæmd einu sinni á ári í Laugarási sem aftur leiddi til ásættanlegrar þriggja ára mætingar.

Þegar leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku var fyrst skipulögð frá nóvember 1987 varð að samkomulagi milli Leitarstöðvarinnar, Rafarnarins (sem sá um tæknilega framkvæmd leitarinnar) og Péturs að leitin yrði fyrst framkvæmd í gömlu heilsugæslustöðinni í Laugarási, en sú stöð er mun minni en núverandi heilsugæslustöð. Sú tilraun tókst með miklum ágætum og sannaði að ekki ættu að koma upp vandamál við þessa leit annars staðar á landinu. Starfsfólk Leitarstöðvarinnar vill á þessum tímamótum þakka þeim Pétri, Gylfa og öðru starfsfólki gott samstarf á tímabilinu á starfstíma þeirra.

Fyrir hönd starfsfólks Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins,
Kristján Oddsson yfirlæknir og Kristján Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?