Sigurlaug Gissurardóttir 24. jan. 2017

Þakkir fyrir þriggja áratuga samstarf

Heilsugæslulæknarnir í Laugarási Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson, hafa látið störfum eftir ríflega þriggja áratuga starf og því er skilt að þakka þeim gott samstarf við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þessum starfstíma, Pétri frá júlí 1983 og Gylfa frá október 1984. Pétur var frá upphafi sá sem hafði milligöngu um samstarfið við Leitarstöðina og nefndist því í skipuriti leitarinnar sem ábyrgur staðarlæknir fyrir leitarstarfinu í umdæmi Laugaráss. Hann var frá upphafi mjög áhugasamur um að efla leitarstarfið í heilsugæsluumdæminu og vegna vandamála við mönnun leitar á Selfossi varð því að samkomulagi að leghálskrabbameinsleitin yrði framkvæmd einu sinni á ári í Laugarási sem aftur leiddi til ásættanlegrar þriggja ára mætingar.

Þegar leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku var fyrst skipulögð frá nóvember 1987 varð að samkomulagi milli Leitarstöðvarinnar, Rafarnarins (sem sá um tæknilega framkvæmd leitarinnar) og Péturs að leitin yrði fyrst framkvæmd í gömlu heilsugæslustöðinni í Laugarási, en sú stöð er mun minni en núverandi heilsugæslustöð. Sú tilraun tókst með miklum ágætum og sannaði að ekki ættu að koma upp vandamál við þessa leit annars staðar á landinu. Starfsfólk Leitarstöðvarinnar vill á þessum tímamótum þakka þeim Pétri, Gylfa og öðru starfsfólki gott samstarf á tímabilinu á starfstíma þeirra.

Fyrir hönd starfsfólks Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins,
Kristján Oddsson yfirlæknir og Kristján Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?