Sigurlaug Gissurardóttir 24. jan. 2017

Þakkir fyrir þriggja áratuga samstarf

Heilsugæslulæknarnir í Laugarási Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson, hafa látið störfum eftir ríflega þriggja áratuga starf og því er skilt að þakka þeim gott samstarf við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þessum starfstíma, Pétri frá júlí 1983 og Gylfa frá október 1984. Pétur var frá upphafi sá sem hafði milligöngu um samstarfið við Leitarstöðina og nefndist því í skipuriti leitarinnar sem ábyrgur staðarlæknir fyrir leitarstarfinu í umdæmi Laugaráss. Hann var frá upphafi mjög áhugasamur um að efla leitarstarfið í heilsugæsluumdæminu og vegna vandamála við mönnun leitar á Selfossi varð því að samkomulagi að leghálskrabbameinsleitin yrði framkvæmd einu sinni á ári í Laugarási sem aftur leiddi til ásættanlegrar þriggja ára mætingar.

Þegar leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku var fyrst skipulögð frá nóvember 1987 varð að samkomulagi milli Leitarstöðvarinnar, Rafarnarins (sem sá um tæknilega framkvæmd leitarinnar) og Péturs að leitin yrði fyrst framkvæmd í gömlu heilsugæslustöðinni í Laugarási, en sú stöð er mun minni en núverandi heilsugæslustöð. Sú tilraun tókst með miklum ágætum og sannaði að ekki ættu að koma upp vandamál við þessa leit annars staðar á landinu. Starfsfólk Leitarstöðvarinnar vill á þessum tímamótum þakka þeim Pétri, Gylfa og öðru starfsfólki gott samstarf á tímabilinu á starfstíma þeirra.

Fyrir hönd starfsfólks Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins,
Kristján Oddsson yfirlæknir og Kristján Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?