Sigurlaug Gissurardóttir 24. jan. 2017

Þakkir fyrir þriggja áratuga samstarf

Heilsugæslulæknarnir í Laugarási Pétur Skarphéðinsson og Gylfi Haraldsson, hafa látið störfum eftir ríflega þriggja áratuga starf og því er skilt að þakka þeim gott samstarf við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á þessum starfstíma, Pétri frá júlí 1983 og Gylfa frá október 1984. Pétur var frá upphafi sá sem hafði milligöngu um samstarfið við Leitarstöðina og nefndist því í skipuriti leitarinnar sem ábyrgur staðarlæknir fyrir leitarstarfinu í umdæmi Laugaráss. Hann var frá upphafi mjög áhugasamur um að efla leitarstarfið í heilsugæsluumdæminu og vegna vandamála við mönnun leitar á Selfossi varð því að samkomulagi að leghálskrabbameinsleitin yrði framkvæmd einu sinni á ári í Laugarási sem aftur leiddi til ásættanlegrar þriggja ára mætingar.

Þegar leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku var fyrst skipulögð frá nóvember 1987 varð að samkomulagi milli Leitarstöðvarinnar, Rafarnarins (sem sá um tæknilega framkvæmd leitarinnar) og Péturs að leitin yrði fyrst framkvæmd í gömlu heilsugæslustöðinni í Laugarási, en sú stöð er mun minni en núverandi heilsugæslustöð. Sú tilraun tókst með miklum ágætum og sannaði að ekki ættu að koma upp vandamál við þessa leit annars staðar á landinu. Starfsfólk Leitarstöðvarinnar vill á þessum tímamótum þakka þeim Pétri, Gylfa og öðru starfsfólki gott samstarf á tímabilinu á starfstíma þeirra.

Fyrir hönd starfsfólks Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins,
Kristján Oddsson yfirlæknir og Kristján Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?