Björn Teitsson 2. mar. 2021

Tafir á Mottumarssokkunum

  • MM21_Sokkar_hvitt

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Það er með ansi miklum trega að við hjá Krabbameinsfélaginu verðum að tilkynna seinkun á komu Mottumarssokka í ár. En vonandi verður biðin ekki löng. Ástæðurnar eru nokkuð kunnuglegar - en vegna heimsfaraldursins myndaðist röð tafa hjá flutningsaðilum. Við getum því miður ekki gefið upp fasta dagsetningu á komudegi eins og er. Augljóslega þykir okkur þetta afar leitt. En um leið er von okkar að fólk sýni þessum aðstæðum skilning. 

Sala á Mottumarssokkum hefur verið fastur liður í árveknisátakinu sem hefur farið fram áslitið síðan árið 2010 og einn stærsti liðurinn í fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Sokkarnir í ár eru með skemmtilegu sportlegu þema og ættu þeir að sóma sér vel í ræktinni eða jafnvel á tennisvellinum. Við erum afar ánægð með hönnunina, sem má sjá á meðfylgjandi myndum, og hlökkum mikið til að geta afgreitt sokkalistana sem Íslendingar hafa notið og brosað undanfarin ár – og um leið stutt við mikilvægt málefni.

MM21_Sokkar_hvitt

Annars er Mottukeppnin í fullum gangi og nú eru um 250 keppendur skráðir til leiks og fjölgar þeim stöðugt. Við getum öll tekið þátt, beint og óbeint, skráð okkur til leiks eða einfaldlega stutt við keppendurna með áheitum.


Fleiri nýjar fréttir

KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Lesa meira
Silla

7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Lesa meira
Skógarhlíð

6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Screen-Shot-2021-03-31-at-11.18.46

31. mar. 2021 : Mataræði skiptir máli - frábær Mexíkó-fiskréttur frá Sigurveigu

Sigurveig Káradóttir er landsþekkt fyrir fádæma góðan smekk og tilþrif við matreiðslu. Hún var svo væn að leyfa okkur að fá afar girnilega uppskrift að Mexíkó-fiskrétti sem væri frábær á föstudaginn langa. 

Lesa meira

28. mar. 2021 : Kastað í lag til stuðnings starfi Krabba­meins­félagsins

„Mig langar til að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörkum til að styðja öflugt starf Krabbameinsfélagsins“ segir Kristján R. Guðnason sem var að gefa út lagið „Lífsins ljós” sem tileinkað er félaginu og starfi þess.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?