Björn Teitsson 2. mar. 2021

Tafir á Mottumarssokkunum

  • MM21_Sokkar_hvitt

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Það er með ansi miklum trega að við hjá Krabbameinsfélaginu verðum að tilkynna seinkun á komu Mottumarssokka í ár. En vonandi verður biðin ekki löng. Ástæðurnar eru nokkuð kunnuglegar - en vegna heimsfaraldursins myndaðist röð tafa hjá flutningsaðilum. Við getum því miður ekki gefið upp fasta dagsetningu á komudegi eins og er. Augljóslega þykir okkur þetta afar leitt. En um leið er von okkar að fólk sýni þessum aðstæðum skilning. 

Sala á Mottumarssokkum hefur verið fastur liður í árveknisátakinu sem hefur farið fram áslitið síðan árið 2010 og einn stærsti liðurinn í fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Sokkarnir í ár eru með skemmtilegu sportlegu þema og ættu þeir að sóma sér vel í ræktinni eða jafnvel á tennisvellinum. Við erum afar ánægð með hönnunina, sem má sjá á meðfylgjandi myndum, og hlökkum mikið til að geta afgreitt sokkalistana sem Íslendingar hafa notið og brosað undanfarin ár – og um leið stutt við mikilvægt málefni.

MM21_Sokkar_hvitt

Annars er Mottukeppnin í fullum gangi og nú eru um 250 keppendur skráðir til leiks og fjölgar þeim stöðugt. Við getum öll tekið þátt, beint og óbeint, skráð okkur til leiks eða einfaldlega stutt við keppendurna með áheitum.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?