Guðmundur Pálsson 7. ágú. 2018

Opnunartími Krabbameinsfélagsins eftir sumarleyfi

Starfsfólk Krabbameinsfélags Íslands er að mestu komið til starfa eftir sumarleyfi og hefðbundin starfsemi hefst í dag, þriðjudaginn 7. ágúst.

Afgreiðsla félagsins er opin alla virka daga frá kl. 8:30-12:00 og 12:30-16:00.

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:00-15:30. Móttaka Leitarstöðvar er á 2. hæð. Tekið er við tímapöntunum í hópleit að krabbameini í leghálsi og brjóstum, frá kl. 8:00-15:30 í síma 540 1919 mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum er tekið við tímapöntunum frá kl. 8:00-14:00. Einnig er hægt að panta tíma á netinu með því að smella hér. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Opnunartími Ráðgjafarþjónustu er eftirfarandi:

  • Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9:00-16:00, fimmtudaga kl. 9:00-18:00 og föstudaga 9:00-14:00.
  • Sími 800 4040, netfang: radgjof@krabb.is 

Símaráðgjöf: Hægt er að hringja í síma 800 4040 á opnunartíma. Hægt er að senda fyrirspurnir á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Nánari upplýsingar um Ráðgjafarþjónustuna er að finna hér

Vefverslun

Vefverslun er nú einungis opin á netinu en hægt er að sækja pantanir í afgreiðslu í Skógarhlíð.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?