Ása Sigríður Þórisdóttir 25. apr. 2022

Styrkleikarnir í fyrsta sinn á Íslandi

Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini.

Styrkleikarnir haldnir á Selfossi 30. apríl - 1. maí


  • Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með.
  • Staðsetning: Íþróttavöllurinn Engjavegi 50.

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja allir sýna stuðning en oft getur verið erfitt að vera til gagns.

Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum Relay for Life sem haldinn er árlega í um 30 löndum í heiminum.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök skrá sig sem lið. Liðsfélagarnir skiptast svo á að ganga með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Þess á milli er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á svæðinu. Þetta er ekki keppni heldur snúast Styrkleikarnir um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

https://www.youtube.com/watch?v=i_Zvbf1J1EA

Styrkleikarnir eru haldnir af sjálfboðaliðum til að sýna stuðning, safna fé til krabbameinsrannsókna og veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.​

Ekki láta þig vanta á Styrkleikana.


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?