Ása Sigríður Þórisdóttir 25. apr. 2022

Styrkleikarnir í fyrsta sinn á Íslandi

Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini.

Styrkleikarnir haldnir á Selfossi 30. apríl - 1. maí


  • Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að vera með.
  • Staðsetning: Íþróttavöllurinn Engjavegi 50.

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein hefur það áhrif á alla í kringum hann. Enginn tekst á við þennan sjúkdóm einn. Stórfjölskylda, vinir og vinnufélagar vilja allir sýna stuðning en oft getur verið erfitt að vera til gagns.

Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Leikarnir standa yfir í heilan sólarhring, sem er táknrænt fyrir að það fæst engin hvíld frá krabbameini. Sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum Relay for Life sem haldinn er árlega í um 30 löndum í heiminum.

Allir geta tekið þátt í Styrkleikunum. Fjölskyldur, vinahópar, fyrirtæki, íþróttafélög, félagasamtök skrá sig sem lið. Liðsfélagarnir skiptast svo á að ganga með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Þess á milli er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á svæðinu. Þetta er ekki keppni heldur snúast Styrkleikarnir um samstöðu, samveru og samtakamátt liðanna í að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein.

https://www.youtube.com/watch?v=i_Zvbf1J1EA

Styrkleikarnir eru haldnir af sjálfboðaliðum til að sýna stuðning, safna fé til krabbameinsrannsókna og veita krabbameinsgreindum ráðgjöf og þjónustu.​

Ekki láta þig vanta á Styrkleikana.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?