Guðmundur Pálsson 8. apr. 2022

Stuðningur við fólk með krabba­mein í Úkraínu

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands ákvað á fundi sínum þann 15. mars að styðja samstöðusjóð UICC (Union for International Cancer Control) með 1.500.000 kr. framlagi. Sjóðurinn var stofnaður til að styðja við krabbameinsfélög í Úkraínu og nágrannalöndum, sem vinna með krabbameinssjúklingum og fjölskyldum þeirra. 

Aðstæður eins og blasa nú við í Úkraínu koma sérstaklega illa við fólk með krabbamein og fjölskyldur þeirra. „Fólk með krabbamein getur þurft að flýja heimaland sitt, án þess að vita hvert, líkt og aðrir, það er í raun óhugsandi og lætur engan ósnortinn“ segir Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. „Stofnun sjóðsins gefur einstakt tækifæri til að styðja við fólk í mjög erfiðri stöðu“, segir Valgerður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja krabbameinsfélög í Úkraínu og nágrannalöndunum til að takast á við þá stöðu sem margir krabbameinssjúklingar í Úkraínu standa frammi fyrir vegna stríðsins.

Sjóðurinn mun meðal annars nýtast til að:

  • Hjálpa til við rekstur krabbameinsfélaganna
  • Kosta lyf og búnað
  • Byggja upp eftir eyðileggingu
  • Greiða kostnað vegna flutnings á sjúklingum
  • Greiða kostnað við flutning sérfræðinga frá öðrum löndum inn á svæðið
  • Styðja við heilbrigðisstarfsfólk sem veitir meðferð og umönnun á svæðinu
  • Styðja við fólk sem stundar krabbameinsrannsóknir á svæðinu.

Umsýsla með sjóðinn verður hjá UICC í Sviss, í samræmi við lög og reglur þar í landi.

Gætt verður að því að vanda til verka varðandi úthlutanir úr sjóðnum, sem lýtur sjálfstæðri stjórn. Stjórnin tekur ákvarðanir um styrki úr sjóðnum og samanstendur hún af fulltrúum aðildarfélaga UICC, sérfræðingum í málefnum Úkraínu og nágrannalanda og framkvæmdastjóra UICC.

Skýrslu um starfsemi sjóðsins verða birtar í september og febrúar meðan hann verður starfræktur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Krabbameinsfélagið veitir styrk af þessu tagi og fylgir í fótspor systurfélaganna á hinum Norðurlöndunum.

„Sem betur fer erum við aflögufær og getum eins og krabbameinsfélögin í kringum okkur lagt samstöðusjóði UICC lið. Styrkurinn kemur ekki til með að hafa áhrif á starf félagsins hér á landi en kemur vonandi að góðu gagni“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?