Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. des. 2019

Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

  • Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Með „fagaðilum” er átt við kennara, skólastjórnendur, frístundakennara, skólasálfræðinga og skólahjúkrunarfræðinga. Ef á þarf að halda mun félagið einnig bjóða heilbrigðisstarfsfólki, sem kemur að umönnun barnanna, uppá stuðning og handleiðslu.

„Það er búið að setja lög um að börn sem missa foreldri eigi rétt á ýmsum stuðningi og fagfólkið sem á að sinna þessum börnum þarf að hafa einhver úrræði og aðgang að  handleiðslu og öðrum stuðningi,“ segir Ásgeir R. Helgason verkefnastjóri verkefnisins sem og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Í handleiðsluteymi Krabbameinsfélagsins verður fólk með menntun í félagsráðgjöf, sálfræði og hjúkrunarfræði sem hefur reynslu og sérþjálfun í umönnun barna í sorg.

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins hafa heimsótt leikskóla, grunnskóla og framhalsskóla, aðallega á Norðurlandi. Markmið þessara vettvangsheimsókna er að ræða við skólastjórnendur og kennara um þeirra reynslu af umönnun barna sem misst hafa foreldri og gera þarfagreiningu sem verður undirstaða frekari vettvangsheimsókna.

Samstarf er í gangi við hóp sem unnið hefur að þróun laga sem eiga að tryggja það að börn sem missa foreldri fái viðunandi hjálp. Lögin hafa nýlega verið samþykkt á Alþingi. Krabbameinsfélagið hefur einnig innleitt samtarf við nýstofnaða Sorgarmiðstöð sem er til húsa í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði varðandi miðstöðina.


Fleiri nýjar fréttir

27. jan. 2020 : „Af hverju ekki ég?

Vigdís Finnbogadóttir var 48 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám. Hún rifjar upp þennan tíma fyrir rúmum 40 árum þegar ekki var talað jafn opinskátt um hlutina og gert er í dag.

Lesa meira

17. jan. 2020 : Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Lesa meira

15. jan. 2020 : Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Lesa meira

8. jan. 2020 : Þetta reddast ekki ... án aðgerða!

Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins skrifar.

Lesa meira

27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?