Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. des. 2019

Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

  • Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Með „fagaðilum” er átt við kennara, skólastjórnendur, frístundakennara, skólasálfræðinga og skólahjúkrunarfræðinga. Ef á þarf að halda mun félagið einnig bjóða heilbrigðisstarfsfólki, sem kemur að umönnun barnanna, uppá stuðning og handleiðslu.

„Það er búið að setja lög um að börn sem missa foreldri eigi rétt á ýmsum stuðningi og fagfólkið sem á að sinna þessum börnum þarf að hafa einhver úrræði og aðgang að  handleiðslu og öðrum stuðningi,“ segir Ásgeir R. Helgason verkefnastjóri verkefnisins sem og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Í handleiðsluteymi Krabbameinsfélagsins verður fólk með menntun í félagsráðgjöf, sálfræði og hjúkrunarfræði sem hefur reynslu og sérþjálfun í umönnun barna í sorg.

Fulltrúar Krabbameinsfélagsins hafa heimsótt leikskóla, grunnskóla og framhalsskóla, aðallega á Norðurlandi. Markmið þessara vettvangsheimsókna er að ræða við skólastjórnendur og kennara um þeirra reynslu af umönnun barna sem misst hafa foreldri og gera þarfagreiningu sem verður undirstaða frekari vettvangsheimsókna.

Samstarf er í gangi við hóp sem unnið hefur að þróun laga sem eiga að tryggja það að börn sem missa foreldri fái viðunandi hjálp. Lögin hafa nýlega verið samþykkt á Alþingi. Krabbameinsfélagið hefur einnig innleitt samtarf við nýstofnaða Sorgarmiðstöð sem er til húsa í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði varðandi miðstöðina.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?