Guðmundur Pálsson 26. okt. 2017

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu

Áskorun Almannaheilla

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu. 

Mikilvægt er að fyrirliggjandi frumvarp um fagmennsku og rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka nái fram að ganga sem allra fyrst.

Bæta þarf framtíðarsýn og fyrirkomulag við fjármögnun og úthlutun styrkja til almannaheillasamtaka þannig að þau geti áfram sinnt mikilvægum viðfangsefnum í þágu samfélagsins.  

Samþykkt á stjórnarfundi Almannaheilla þann 25. október 2017

Almannaheill eru samtök þriðja geirans sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd og efla stöðu þeirra í samfélaginu.

Aðildarfélög Almannaheilla eru 33 talsins með tugþúsundir félaga:

ADHD samtökin, Bandalag íslenskra skáta, Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Einstök börn, Félag lesblindra, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóli, Hjartavernd, Hjálparstarf Kirkjunnar, Krabbameinsfélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Landssamband eldri borgara, Landssamtökin Geðhjálp, Landssamtökin Þroskahjálp, Neytendasamtökin, Norræna félagið, Móðurmál – samtök um tvítyngi, SÁÁ, Samtök sparifjáreigenda, Skógræktarfélag Íslands, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, UMFÍ, Umhyggja, Vinir Vatnajökuls, Öryrkjabandalag Íslands.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?