Guðmundur Pálsson 26. okt. 2017

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu

Áskorun Almannaheilla

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu. 

Mikilvægt er að fyrirliggjandi frumvarp um fagmennsku og rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka nái fram að ganga sem allra fyrst.

Bæta þarf framtíðarsýn og fyrirkomulag við fjármögnun og úthlutun styrkja til almannaheillasamtaka þannig að þau geti áfram sinnt mikilvægum viðfangsefnum í þágu samfélagsins.  

Samþykkt á stjórnarfundi Almannaheilla þann 25. október 2017

Almannaheill eru samtök þriðja geirans sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd og efla stöðu þeirra í samfélaginu.

Aðildarfélög Almannaheilla eru 33 talsins með tugþúsundir félaga:

ADHD samtökin, Bandalag íslenskra skáta, Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Einstök börn, Félag lesblindra, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóli, Hjartavernd, Hjálparstarf Kirkjunnar, Krabbameinsfélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Landssamband eldri borgara, Landssamtökin Geðhjálp, Landssamtökin Þroskahjálp, Neytendasamtökin, Norræna félagið, Móðurmál – samtök um tvítyngi, SÁÁ, Samtök sparifjáreigenda, Skógræktarfélag Íslands, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, UMFÍ, Umhyggja, Vinir Vatnajökuls, Öryrkjabandalag Íslands.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?