Guðmundur Pálsson 26. okt. 2017

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu

Áskorun Almannaheilla

Stjórn Almannaheilla skorar á væntanlega alþingismenn að styðja betur við almannaheillasamtök í landinu. 

Mikilvægt er að fyrirliggjandi frumvarp um fagmennsku og rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka nái fram að ganga sem allra fyrst.

Bæta þarf framtíðarsýn og fyrirkomulag við fjármögnun og úthlutun styrkja til almannaheillasamtaka þannig að þau geti áfram sinnt mikilvægum viðfangsefnum í þágu samfélagsins.  

Samþykkt á stjórnarfundi Almannaheilla þann 25. október 2017

Almannaheill eru samtök þriðja geirans sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd og efla stöðu þeirra í samfélaginu.

Aðildarfélög Almannaheilla eru 33 talsins með tugþúsundir félaga:

ADHD samtökin, Bandalag íslenskra skáta, Barnaheill, Blátt áfram, Blindrafélagið, Einstök börn, Félag lesblindra, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóli, Hjartavernd, Hjálparstarf Kirkjunnar, Krabbameinsfélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Landssamband eldri borgara, Landssamtökin Geðhjálp, Landssamtökin Þroskahjálp, Neytendasamtökin, Norræna félagið, Móðurmál – samtök um tvítyngi, SÁÁ, Samtök sparifjáreigenda, Skógræktarfélag Íslands, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, UMFÍ, Umhyggja, Vinir Vatnajökuls, Öryrkjabandalag Íslands.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?