Ása Sigríður Þórisdóttir 1. feb. 2023

Stigaáskorun Krabbameinsfélagsins - Taktu stigann

Skemmtileg og heilsueflandi áskorun fyrir vinnustaði. Áskorun Krabbameinsfélagsins stóð yfir í tvær vikur í aðdraganda jóla. Skemmst er frá því að segja að þetta skemmtilega stigaátak vakti mikla lukku í starfsmannahópnum og jók til muna stiganotkun starfsmanna.

Skemmtileg og heilsueflandi áskorun fyrir vinnustaði. Þar sem desembermánuður getur verið dálítið strembinn þegar kemur að góðri næringu og heilbrigðum lífsstíl. Veður eru oft válynd sem gerir heilsuræktina, hið minnsta utandyra, oft erfiðari en ella og miklar og mishollar freistandi jólakræsingar eru oft á boðstólum allan jólamánuðinn. Starfsmenn Krabbameinsfélagsins ákváðu að taka æfingaskipulagið föstum tökum og reyna að auka hreyfinguna þrátt fyrir að það sé margt í jólamánuðinum sem jafnvel dragi úr áhuga á hreyfingu. Af því tilefni var Stigaáskorunin sett á fót en hún fólst í því að hvetja starfsmenn til að nota stigann í stað lyftu á milli hæða í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.

Áskorunin stóð yfir í tvær vikur í aðdraganda jóla. Skemmst er frá því að segja að þetta skemmtilega stigaátak vakti mikla lukku í starfsmannahópnum og jók til muna stiganotkun starfsmanna. Starfsmenn gengju samtals 12.735 metra sem samsvarar því að ganga 1,5 upp Mount Everest eða 6 sinnum upp á topp Hvannadalshnjúks hæsta fjalls Íslands. Það má því með sanni segja að starfsmenn Krabbameinfélagsins hafi lagt sitt af mörkum til að halda hreyfingunni sinni inni yfir jólamánuðinn og létta lundina í leiðinni. Auk þess sem regluleg hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?