Ása Sigríður Þórisdóttir 1. feb. 2023

Stigaáskorun Krabbameinsfélagsins - Taktu stigann

Skemmtileg og heilsueflandi áskorun fyrir vinnustaði. Áskorun Krabbameinsfélagsins stóð yfir í tvær vikur í aðdraganda jóla. Skemmst er frá því að segja að þetta skemmtilega stigaátak vakti mikla lukku í starfsmannahópnum og jók til muna stiganotkun starfsmanna.

Skemmtileg og heilsueflandi áskorun fyrir vinnustaði. Þar sem desembermánuður getur verið dálítið strembinn þegar kemur að góðri næringu og heilbrigðum lífsstíl. Veður eru oft válynd sem gerir heilsuræktina, hið minnsta utandyra, oft erfiðari en ella og miklar og mishollar freistandi jólakræsingar eru oft á boðstólum allan jólamánuðinn. Starfsmenn Krabbameinsfélagsins ákváðu að taka æfingaskipulagið föstum tökum og reyna að auka hreyfinguna þrátt fyrir að það sé margt í jólamánuðinum sem jafnvel dragi úr áhuga á hreyfingu. Af því tilefni var Stigaáskorunin sett á fót en hún fólst í því að hvetja starfsmenn til að nota stigann í stað lyftu á milli hæða í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8.

Áskorunin stóð yfir í tvær vikur í aðdraganda jóla. Skemmst er frá því að segja að þetta skemmtilega stigaátak vakti mikla lukku í starfsmannahópnum og jók til muna stiganotkun starfsmanna. Starfsmenn gengju samtals 12.735 metra sem samsvarar því að ganga 1,5 upp Mount Everest eða 6 sinnum upp á topp Hvannadalshnjúks hæsta fjalls Íslands. Það má því með sanni segja að starfsmenn Krabbameinfélagsins hafi lagt sitt af mörkum til að halda hreyfingunni sinni inni yfir jólamánuðinn og létta lundina í leiðinni. Auk þess sem regluleg hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. 


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?