Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 19. mar. 2018

Stefnumótun, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu

Krabbameinsfélag Íslands fagnar umræðu um hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu út frá skýrri stefnumótun, í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar; Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu, sem rædd var í fjölmiðlum nýverið.

Krabbameinsfélagið lítur svo á að krabbameinsáætlun sé hluti af slíkri stefnumótun. Félagið ítrekar áskorun til stjórnvalda um halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta.

Krabbameinsfélag Íslands (KÍ) er eitt þeirra félaga sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert samning við en SÍ hefur í mörg ár samið við KÍ um skipulagða hópskimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Í desember síðastliðnum var félagið gagnrýnt fyrir meðhöndlun opinbers fjár og birti í kjölfarið yfirlýsingu þar sem ásökuninni var vísað á bug. Þar var vísað í nýlega úttekt Ríkisendurskoðunar sem ekki skilaði athugasemdum. 

Tekið skal fram að ríkisendurskoðandi vakti athygli félagsins á að orðalag yfirlýsingarinnar hefði mátt misskilja á þann hátt að Ríkisendurskoðun hafi gert úttekt á fjármálum og rekstri félagsins í heild. Rétt er að í úttekt Ríkisendurskoðunar var farið yfir framlög ríkisins til Krabbameinsfélags Íslands vegna skimunar fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi og rekstrar Krabbameinsskrár, skil á starfsemisskýrslum og ársreikningum. Ríkisendurskoðandi veitti félaginu munnlegar upplýsingar um niðurstöðurnar og sendi félagið allar umbeðnar upplýsingar, þar á meðal bókhaldshreyfingar fyrir þær deildir sem ríkisframlagið varðaði árin 2015 og 2016. 

„Krabbameinsáætlun með skilgreindum markmiðum er afar mikilvægur liður í því að ná árangri í baráttunni gegn krabbameinum,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands; „Félagið hefur kallað eftir því að stjórnvöld fari í þá vinnu til að tryggja sem bestan árangur í þeirri baráttu.“

Í fyrirliggjandi tillögum að Krabbameinsáætlun er meðal annars fjallað um mikilvægi skimunar fyrir krabbameinum til að minnka sjúkdómsbyrði og dánartíðni af völdum þeirra. Skipulagðri skimun er fyrst og fremst ætlað að finna forstig krabbameina eða krabbamein á byrjunarstigi.  

Hægt er að skrifa undir áskorun Krabbameinsfélags Íslands til stjórnvalda hér.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?