Ása Sigríður Þórisdóttir 23. des. 2020

Starfsemin yfir jól og áramót

Starfsemin verður að mestu hefðbundin yfir hátíðirnar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og á skrifstofum félagsins. Afgreiðsla Leitarstöðvar lokar um hádegi á Þorláksmessu og opnar ekki aftur vegna breytinga á fyrirkomulagi skimana.

  • Ráðgjafarþjónusta
    Lokað á aðfangadag og gamlársdag. Annars hefðbundinn opnunartími frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga. Símaráðgjöf er á opnunartíma í síma 800 4040. Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.
  • Móttaka og skrifstofur
    Opið til hádegis á aðfangadag en lokað á gamlársdag. Milli jóla og nýárs er opnunartími sem hér segir: 28. desember frá kl.8:30-16:00 og 29. og 30. desember frá kl.10:00-14:00.
  • Leitarstöð
    Afgreiðslan er opin til hádegis á Þorláksmessu eftir það lokar Leitarstöðin.
    Breytingar verða á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum um áramót. Breytinguna má rekja til ákvörðunar heilbrigðisráðherra sem kynnt var í mars 2019 þar sem ósk ráðherra var að skimanir væru á höndum hins opinbera heilbrigðiskerfis. Landspítali í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri mun taka að sér framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í brjóstum og heilsugæslan um allt land framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. Nánari upplýsingar hér

 

 


Fleiri nýjar fréttir

26. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira
Eyþór Gylfason, matreiðslumaður.

24. maí 2023 : Kvöldverður til styrktar Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Eyþór Gylfason, matreiðslumaður, stendur fyrir styrktarkvöldverði þann 8. júní næstkomandi í samstarfi við veitingastaðinn Monkeys Restaurant. Ágóðinn af kvöldinu rennur óskiptur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og mun styðja við íslenskar krabbameinsrannsóknir.

Lesa meira

19. maí 2023 : Sumar­happ­drættið: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins. Í því fá karlar heimsenda miða. Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna. 

Lesa meira

17. maí 2023 : Appelsínugul viðvörun í kortunum

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins haldinn 13. maí 2023 skorar á stjórnvöld að hefjast handa þegar í stað og setja á dagskrá viðbrögð við fyrirsjáanlegri fjölgun krabbameinstilvika og lifenda, með öflugri krabbameinsáætlun sem leiði til samhæfðra og markvissra aðgerða.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?