Ása Sigríður Þórisdóttir 23. des. 2020

Starfsemin yfir jól og áramót

Starfsemin verður að mestu hefðbundin yfir hátíðirnar hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og á skrifstofum félagsins. Afgreiðsla Leitarstöðvar lokar um hádegi á Þorláksmessu og opnar ekki aftur vegna breytinga á fyrirkomulagi skimana.

 • Ráðgjafarþjónusta
  Lokað á aðfangadag og gamlársdag. Annars hefðbundinn opnunartími frá kl. 9:00-16:00 alla virka daga. Símaráðgjöf er á opnunartíma í síma 800 4040. Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.
 • Móttaka og skrifstofur
  Opið til hádegis á aðfangadag en lokað á gamlársdag. Milli jóla og nýárs er opnunartími sem hér segir: 28. desember frá kl.8:30-16:00 og 29. og 30. desember frá kl.10:00-14:00.
 • Leitarstöð
  Afgreiðslan er opin til hádegis á Þorláksmessu eftir það lokar Leitarstöðin.
  Breytingar verða á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum um áramót. Breytinguna má rekja til ákvörðunar heilbrigðisráðherra sem kynnt var í mars 2019 þar sem ósk ráðherra var að skimanir væru á höndum hins opinbera heilbrigðiskerfis. Landspítali í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri mun taka að sér framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í brjóstum og heilsugæslan um allt land framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. Nánari upplýsingar hér

 

 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?