Guðmundur Pálsson 23. okt. 2020

Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Í yfirstandandi faraldri hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum félagasamtaka og annarra sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Fjölmörg þeirra hafa brugðist við auknum þörfum fyrir aðstoð. Félagasamtök treysta á stuðning almennings og framlög hins opinbera og einkaaðila. En hefur þessi stuðningur breyst á tímum faraldursins?

Á málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 29. október nk. verður þetta viðfangsefni í brennidepli. Þar verða kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á samfélagslegum stuðningi almennings á tímum COVID-19.

Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu verkefni sem beinist að því að meta hvaða áhrif faraldurinn hefur á stöðu þriðja geirans. Á málþinginu verður einnig fjallað um þær áskoranir og tækifæri sem félagasamtök standa frammi fyrir. Ennfremur verður samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi um eflingu starfs félagasamtaka kynnt, m.a. sérstök vefsíða sem er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Slíkir vefir eru víðast til í nágrannalöndunum en hefur vantað á Íslandi.

Stjórnvöld hafa stutt við samstarfsverkefnið. Í þeim tilgangi að efla félagslegt frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun hafa ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, formaður Almannaheilla og rektor Háskóla Íslands skrifað undir sameiginlega viljayfirlýsingu.

Dagskrá málþings er sem hér segir:

  1. Setning málþings, Ómar H. Kristmundsson, prófessor
  2. Kynning á nýjum vef, Jana Eir Víglundsdóttir, verkefnisstjóri Vaxandi, Miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun
  3. Staða þriðja geirans á tímum COVID-19, Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla
  4. Samfélagslegur stuðningur á tímum COVID-19, Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor

Málþinginu er streymt

Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast með Vaxandi á samfélagsmiðlum


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?