Guðmundur Pálsson 5. jan. 2018

Spennandi nám­skeið á vegum Ráð­gjafar­þjón­ustunnar í janúar

  • Starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins (frá vinstri):  Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðukona og hjúkrunarfræðingur ( sigrunli@krabb.is)  Auður E. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur ( audure
    Starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins (frá vinstri): Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðukona og hjúkrunarfræðingur, Auður E. Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.

Í janúar býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á spennandi námskeið og fjölbreytta dagskrá!

Í janúar býður Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins upp á spennandi námskeið og fjölbreytta dagskrá!

MARKMIÐASETNING OG JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI

Miðvikudaginn 10. janúar kl. 13-16 

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. janúar 2018 kl. 13:00-16:00 og ætlað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og  aðstandendur þeirra. Allir þátttakendur fá eintak af MUNUM dagbókinni sem er hönnuð með það að leiðarljósi að hámarka líkur á árangri og efla jákvæða hugsun. 

Leiðbeinendur eru Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og Hrund Guðbrandsdóttir markaðsfræðingur.


GÓÐVILD Í EIGIN GARÐ OG ANNARRA
Mindful Self-Compassion

Hefst mánudaginn 15. janúar kl. 13:00-15:00. Vikulega í 3 skipti. 

Ráðgjafarþjónustan, í samvinnu við Landspítalann, býður upp á námskeið í núvitund með sjálfúð, góðvild í eigin garð. Námskeiðið hefst mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 13:00-15:00 og er vikulega í þrjú skipti og ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein. Tilgangur námskeiðsins er að tileinka sér mildi í eigin garð og auka andlega vellíðan. Námskeiðið byggir nær eingöngu á æfingum. 

Leiðbeinandi er Brynhildur Scheving Thorsteinsson, klínískur sálfræðingur.


ÁFALLAMIÐAÐ JÓGA

Hefst fimmtudaginn 18. janúar og verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:30-10:30, alls átta skipti. 

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið í áfallamiðuðu jóga (trauma-sensitive yoga) og er ætlað fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Námskeiðið hentar einstaklingum sem hafa upplifað áföll og lifa með afleiðingum. Farið er rólega í æfingar og þær gerðar á forsendum hvers og eins. Áhersla er á að styrkja tengsl við líkamann og möguleikann á að hafa áhrif í eigin lífi. 

Leiðbeinandi er Margrét Gunnarsdóttir jógakennari, sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur MSc.


BESTA GJÖFIN: ÁHRIF HUGLEIÐSLU Á BÖRN OG UNGMENNI

Fimmtudaginn 18. janúar kl. 17:00. 

Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari og leiðbeinandi í hugleiðsluskólanum Lótushúsi að flytja erindi um bók sína „Undir Heillastjörnu”. Erindið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna. Bókin inniheldur einfaldar hugleiðsluæfingar og heillakort fyrir börn á breiðum aldri. Einnig verður rætt um leiðir til að skapa endurnærandi stundir með fjölskyldunni.


HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

Hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 14:00-16:00 og verður vikulega í fjögur skipti. 

Ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan. 

Leiðbeinandi er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.


GOTT ÚTLIT - BETRI LÍÐAN

Þriðjudaginn 30. janúar kl. 10:00-12:00. 

Námskeiðið er ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð. Næstu námskeið 2018 eru:Þriðjudagana  30. janúar, 27. febrúar, 27. mars, og 24. apríl kl. 10:00-12:00. 

Sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar o.fl.


Facebook-hnappur-radgj-500


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?