Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. júl. 2018

Sólarvarnir geta veitt falskt öryggi

Einstaklingar með viðkvæma húð sem brennur auðveldlega þurfa að að huga að fleiri þáttum en sólarvörn til að komast hjá því að sólbrenna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu JAMA.

Rannsóknin náði til rúmlega 28 þúsund manns í Bandaríkjunum og í henni voru 56% þátttakenda með viðkvæma húð (brenna auðveldlega). Þessir einstaklingar voru mun líklegri til að sólbrenna ef þeir notuðu einungis sólarvörn til að verja húðina gegn bruna.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) þá er hægt að fyrirbyggja um 80%  af tilfellum húðkrabbameins með þvi að forðast að sólargeislar valdi skaða á húðinni. Það er því til mikils að vinna að þekkja hvaða varnir eru nauðsynlegar til að komast hjá húðskemmdum af völdum sólargeisla.

Einnig er mikilvægt að nota fleiri leiðir en bara sólarvörn til að komast hjá bruna eins og að vera sem mest í skugga þegar sólargeislarnir eru sem sterkastir í kringum hádegið eða nota sólhatt/derhúfu og léttan klæðnað ef ekki er hægt að leita skjóls frá sólinni. Eitt af því sem kom fram í rannsókninni var einmitt að einstaklingar með viðkvæma húð notuðu sjaldan fatnað til að verja húðina gegn sólargeislum. 

Hér má sjá ítarlegri umfjöllun um rannsóknina hjá Reuters og einnig er fjallað um rannsókna á vefsíðu Harvard.

Fyrir þá sem dvelja í sól yfir sumartímann er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Takamarka tímann í sólinni meðan geislar hennar eru sem hættulegastir (milli 10 og 16) og vera reglulega í skugga á þeim tíma eða nota fatnað, hatt og sólgleraugu til að hlífa húðinni
  • Nota sólarvörn með háum sólarvarnarstuðli á tveggja tíma fresti, eða eftir að hafa verið í sundlaug, sjó eða sturtu
  • Passa sérstaklega að fylgja þessum ráðleggingum fyrir börn og tryggja að húð þeirra brenni ekki

Hér er að finna fræðsluefni um sól og útfjólubláa geisla og hér geturðu spreytt þig á skemmtilegu prófi til að kanna þekkingu þína á sólvörnum.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?