Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. júl. 2018

Sólarvarnir geta veitt falskt öryggi

Einstaklingar með viðkvæma húð sem brennur auðveldlega þurfa að að huga að fleiri þáttum en sólarvörn til að komast hjá því að sólbrenna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í vísindatímaritinu JAMA.

Rannsóknin náði til rúmlega 28 þúsund manns í Bandaríkjunum og í henni voru 56% þátttakenda með viðkvæma húð (brenna auðveldlega). Þessir einstaklingar voru mun líklegri til að sólbrenna ef þeir notuðu einungis sólarvörn til að verja húðina gegn bruna.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) þá er hægt að fyrirbyggja um 80%  af tilfellum húðkrabbameins með þvi að forðast að sólargeislar valdi skaða á húðinni. Það er því til mikils að vinna að þekkja hvaða varnir eru nauðsynlegar til að komast hjá húðskemmdum af völdum sólargeisla.

Einnig er mikilvægt að nota fleiri leiðir en bara sólarvörn til að komast hjá bruna eins og að vera sem mest í skugga þegar sólargeislarnir eru sem sterkastir í kringum hádegið eða nota sólhatt/derhúfu og léttan klæðnað ef ekki er hægt að leita skjóls frá sólinni. Eitt af því sem kom fram í rannsókninni var einmitt að einstaklingar með viðkvæma húð notuðu sjaldan fatnað til að verja húðina gegn sólargeislum. 

Hér má sjá ítarlegri umfjöllun um rannsóknina hjá Reuters og einnig er fjallað um rannsókna á vefsíðu Harvard.

Fyrir þá sem dvelja í sól yfir sumartímann er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Takamarka tímann í sólinni meðan geislar hennar eru sem hættulegastir (milli 10 og 16) og vera reglulega í skugga á þeim tíma eða nota fatnað, hatt og sólgleraugu til að hlífa húðinni
  • Nota sólarvörn með háum sólarvarnarstuðli á tveggja tíma fresti, eða eftir að hafa verið í sundlaug, sjó eða sturtu
  • Passa sérstaklega að fylgja þessum ráðleggingum fyrir börn og tryggja að húð þeirra brenni ekki

Hér er að finna fræðsluefni um sól og útfjólubláa geisla og hér geturðu spreytt þig á skemmtilegu prófi til að kanna þekkingu þína á sólvörnum.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?