Guðmundur Pálsson 10. nóv. 2018

Söfnun ábendinga um atriði í rannsókn um reynslu fólks af greiningar­ferli, meðferð og endur­hæfingu.

Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er nú unnið að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Hjá Krabbameinsfélagi Íslands er nú unnið að undirbúningi rannsóknar meðal þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Í rannsókninni verða þátttakendur spurðir út í reynslu sína af ýmsum þáttum í aðdraganda sjúkdómsgreiningar, greiningarferlinu, sjúkdómsmeðferð og endurhæfingu. Markmiðið er að finna þá þætti sem helst þarfnast úrbóta í tengslum við greiningu krabbameins, meðferð og endurhæfingu. Stefnt er að því að rannsóknin verði fastur liður í starfsemi félagsins, með það að markmiði að styrkja félagið í málsvarahlutverki sínu og vinna að úrbótum.

„Það skiptir okkur hjá Krabbameinsfélaginu miklu máli að vera í góðu sambandi við almenning og við hvetjum þá sem hafa reynslu og/eða skoðanir á því hvað megi betur fara til þess að senda okkur línu. Upplýsingar um það og hvernig við getum þjónað þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra betur eru okkur afar mikilvægar bæði til að bæta okkar þjónustu og hvetja til úrbóta annars staðar. Enda er eitt af okkar hlutverkum einmitt að vinna að hagsmunamálum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Til að auðvelda undirbúning rannsóknarinnar hefur verið ákveðið að bjóða fólki að senda inn ábendingar um þá þætti sem það telur mikilvægast að spurt sé um í rannsókninni. 

Ábendingarnar eru nafnlausar og engum persónugreinanlegum upplýsingum verður safnað. Félagið áskilur sér allan rétt til að nýta ábendingarnar eins og réttast þykir.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?