Guðmundur Pálsson 26. ágú. 2019

Snorri Ingimarsson fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins er látinn

Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gengdi því starfi frá árinu 1984 til 1988. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn, 71 árs að aldri. 

Snorri var mjög áhugasamur um krabbamein og krabbameinsfræði og lét sig mjög varða málefni þeirra sem greinast með krabbamein, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Lífsgæði fólks sem greinist með krabbamein voru honum hugleikin og í þeirri umfjöllun var hann einn af frumkvöðlunum hér á landi. Heimahlynning, sem nú þykir sjálfsögð þjónusta, var stofnuð að hans tilstuðlan.

Snorri flutti fjölda erinda um krabbamein og málefni þeim tengd, þýddi rit og skrifaði og miðlaði til lærðra og leikra, bæði sem fagmaður og af eigin reynslu.

Snorri var afar öflugur liðsmaður Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga þess og starfaði með þeim í áratugi, meðal annars í stjórn félagsins á árunum 1999 til 2001. Hann var ávallt skammt undan, til hans var alltaf gott að leita.

Snorri var kjörinn í heiðursráð Krabbameinsfélags Íslands árið 2012.

Snorri var alltaf kærkominn gestur hjá félaginu í Skógarhlíðinni. Innan Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga þess er Snorra minnst með mikilli hlýju, virðingu og þökk. Aðstandendum Snorra færir félagið innilegar samúðarkveðjur. 


Fleiri nýjar fréttir

1. jún. 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?