Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 18. apr. 2018

Skorað á framboð til sveitastjórna

Krabbameinsfélagið skorar á öll framboð til sveitarstjórna að beita sér fyrir forvörnum gegn krabbameinum sem felast meðal annars í hvatningu til heilbrigðra lífshátta. 

Kallað er eftir upplýsingum um stefnu varðandi forvarnir gegn krabbameinum og lýðheilsumál. Óskað er eftir skriflegum svörum sem birt verða á vef félagsins og samfélagsmiðlum.

Krabbameinsfélagið skorar á sveitarstjórnarfólk að gefa lýðheilsu meira vægi með því meðal annars að:

  • banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga
  • hvetja til betri nýtingar svæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar
  • hvetja til frekari hreyfingar hjá börnum með því að gefa hreyfingu meira vægi í skólastarfi
  • bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum og mötuneytum á vegum sveitarfélaganna
  • auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag stunda fjölbreytta hreyfingu 

Undirskriftasöfnun

Félagið hvetur almenning til að taka undir áskorunina með því að taka þátt í undirskriftasöfnun þar sem skorað er bæði á þingheim og sveitastjórnir. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni og nýleg könnun sýnir að 80% þjóðarinnar eiga nákominn ættingja eða vin sem greinst hefur með krabbamein. Staðreyndin er sú að hægt er að koma í veg fyrir fjölda krabbameina. Þar skipta heilbrigðir lífshættir mestu máli og því skiptir mjög miklu máli að setja heilsueflandi og fyrirbyggjandi þætti í öndvegi í nærsamfélagi fólks. 



Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?