Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli - gagnvirkt „ákvörðunartæki“ auðveldar ákvörðun

  • Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Á Íslandi er hvorki mælt með eða á móti skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini nema menn eigi fjölskyldusögu um slíkt mein, séu með einkenni eða aðra áhættuþætti. 

Það getur verið erfitt fyrir þá sem ekki teljast til þessara hópa að meta hvort þeir eigi að fara í skimun eða ekki.

Krabbameinsfélagið hefur í samvinnu við Háskólann í Reykjavík þýtt og staðfært bandarískan spurningalista og fræðsluefni með reynslusögum sem ætlað er að upplýsa karlmenn ítarlega um málefnið. Efnið er ætlað karlmönnum frá 50 til 70 ára og hjálpar þeim að meta kosti og galla skimunar. Eftir að farið hefur verið í gegnum efnið fæst niðurstaða sem gefur til kynna afstöðu út frá fenginni fræðslu. 

„Það er nokkuð algengt að karlmenn vilji fara í heilsufarsskoðun þegar þeir ná fimmtugu. Blöðruhálskirtillinn er þar meðtalinn. Markmiðið með ákvörðunartækinu er að auðvelda karlmönnum sem ekki hafa einkenni eða fjölskyldusögu að taka upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji fara í skimun eða ekki. Það getur verið flókið að taka ákvörðun auk þess sem niðurstöður skimunar segja ekki alla söguna,“ segir Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. 

Kjósi menn að fara í skimun er tekið blóðsýni og þreifað á blöðruhálskirtlinum. Þar er kannað hvort PSA-gildi í blóði sé innan viðmiðunarmarka og hvort eitthvað athugavert finnist við þreifingu. Sé PSA-gildið ekki innan marka eða eitthvað finnst við þreifingu, þarf að taka ákvörðun um meðferð eða hvort möguleiki sé á virku eftirliti. 

Skjáskot af vefnum karlaklefinn.is

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Að meðaltali greinast árlega 205 manns með meinið og meðalaldur þeirra er 70 ár. Þá látast 54 á ári. Sjúkdómurinn er almennt hægvaxandi og 90% lifa lengur en fimm ár eftir greiningu. Um 2.400 manns eru á lífi með blöðruhálskirtilskrabbamein. 

Markmið með almennri skimun er að finna forstig meinanna til að auka líkur á að meðferð skili góðum árangri. Almennt er ekki mælt með hópskimun fyrir öðru en legháls-, brjóstaog ristilkrabbameini þar sem þær teljast ekki uppfylla kröfur, til dæmis varðandi nákvæmni, fjárhagslega hagkvæmni, ávinning á móti fórnarkostnaði og fleira. 

Hverjir eiga að leita til læknis? 

  • Einkenni: Þeir sem eru með þvagtegnd vandamál, beinverki, þreytu, slappleika og þyngdartap 
  • Fjölskyldusaga: Faðir, bróðir, sérstaklega undir sextugu

Hér má finna ákvörðunartækið, nánari upplýsingar ogreynslusögur: karlaklefinn.is

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

30. jún. 2022 : Veglegur stuðningur Velunnara Krabba­meins­félagsins við starfið á lands­byggðinni

Velunnarasjóður hefur úthlutað rúmlega 26 milljónum til aðildarfélaga það sem af er árinu.

Lesa meira

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?