Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli - gagnvirkt „ákvörðunartæki“ auðveldar ákvörðun

  • Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.

Á Íslandi er hvorki mælt með eða á móti skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini nema menn eigi fjölskyldusögu um slíkt mein, séu með einkenni eða aðra áhættuþætti. 

Það getur verið erfitt fyrir þá sem ekki teljast til þessara hópa að meta hvort þeir eigi að fara í skimun eða ekki.

Krabbameinsfélagið hefur í samvinnu við Háskólann í Reykjavík þýtt og staðfært bandarískan spurningalista og fræðsluefni með reynslusögum sem ætlað er að upplýsa karlmenn ítarlega um málefnið. Efnið er ætlað karlmönnum frá 50 til 70 ára og hjálpar þeim að meta kosti og galla skimunar. Eftir að farið hefur verið í gegnum efnið fæst niðurstaða sem gefur til kynna afstöðu út frá fenginni fræðslu. 

„Það er nokkuð algengt að karlmenn vilji fara í heilsufarsskoðun þegar þeir ná fimmtugu. Blöðruhálskirtillinn er þar meðtalinn. Markmiðið með ákvörðunartækinu er að auðvelda karlmönnum sem ekki hafa einkenni eða fjölskyldusögu að taka upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji fara í skimun eða ekki. Það getur verið flókið að taka ákvörðun auk þess sem niðurstöður skimunar segja ekki alla söguna,“ segir Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. 

Kjósi menn að fara í skimun er tekið blóðsýni og þreifað á blöðruhálskirtlinum. Þar er kannað hvort PSA-gildi í blóði sé innan viðmiðunarmarka og hvort eitthvað athugavert finnist við þreifingu. Sé PSA-gildið ekki innan marka eða eitthvað finnst við þreifingu, þarf að taka ákvörðun um meðferð eða hvort möguleiki sé á virku eftirliti. 

Skjáskot af vefnum karlaklefinn.is

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbamein karla á Íslandi. Að meðaltali greinast árlega 205 manns með meinið og meðalaldur þeirra er 70 ár. Þá látast 54 á ári. Sjúkdómurinn er almennt hægvaxandi og 90% lifa lengur en fimm ár eftir greiningu. Um 2.400 manns eru á lífi með blöðruhálskirtilskrabbamein. 

Markmið með almennri skimun er að finna forstig meinanna til að auka líkur á að meðferð skili góðum árangri. Almennt er ekki mælt með hópskimun fyrir öðru en legháls-, brjóstaog ristilkrabbameini þar sem þær teljast ekki uppfylla kröfur, til dæmis varðandi nákvæmni, fjárhagslega hagkvæmni, ávinning á móti fórnarkostnaði og fleira. 

Hverjir eiga að leita til læknis? 

  • Einkenni: Þeir sem eru með þvagtegnd vandamál, beinverki, þreytu, slappleika og þyngdartap 
  • Fjölskyldusaga: Faðir, bróðir, sérstaklega undir sextugu

Hér má finna ákvörðunartækið, nánari upplýsingar ogreynslusögur: karlaklefinn.is

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

5. jan. 2022 : Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?