Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. sep. 2020

Skimun ein mikilvægasta forvörnin

Krabbameinsfélagið harmar umfjöllun í fjölmiðlum sem ýtir undir hræðslu og vantraust til skimana fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. 

Um leið og félagið vottar öllum þeim sem misst hafa ástvin vegna krabbameina samúð, vill það árétta að skimun er hvergi í heiminum 100% forvörn gegn krabbameinum. Hún er engu að síður ein mikilvægasta forvörnin.

Hér á landi deyja árlega rúmlega 600 manns úr krabbameinum. Hvert einasta tilfelli sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á byrjunarstigum skiptir máli. Hvergi má slaka á í baráttunni gegn krabbameinum.

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur á að skipa afar hæfu fagfólki sem vinnur að skimunum sem sést á því að Ísland er í hópi þeirra landa sem hafa hvað lægsta dánartíðni af völdum leghálskrabbameins, eða minna en tvö dauðsföll á ári á hverjar 100.000 konur.

Afar mikilvægt er að konur nýti sér boð í skimun eins og landlæknir, Alma Möller, hvatti til í fréttum RÚV nýverið. Félagið tekur undir orð Ölmu og hvetur fjölmiðla og almenning til að stilla viðkvæmri umræðu í hóf. Vakni grunur um að mistök hafi átt sér stað eru þau mál tilkynnt til Embættis landlæknis sem rannsakar alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?