Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. sep. 2020

Skimun ein mikilvægasta forvörnin

Krabbameinsfélagið harmar umfjöllun í fjölmiðlum sem ýtir undir hræðslu og vantraust til skimana fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. 

Um leið og félagið vottar öllum þeim sem misst hafa ástvin vegna krabbameina samúð, vill það árétta að skimun er hvergi í heiminum 100% forvörn gegn krabbameinum. Hún er engu að síður ein mikilvægasta forvörnin.

Hér á landi deyja árlega rúmlega 600 manns úr krabbameinum. Hvert einasta tilfelli sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á byrjunarstigum skiptir máli. Hvergi má slaka á í baráttunni gegn krabbameinum.

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur á að skipa afar hæfu fagfólki sem vinnur að skimunum sem sést á því að Ísland er í hópi þeirra landa sem hafa hvað lægsta dánartíðni af völdum leghálskrabbameins, eða minna en tvö dauðsföll á ári á hverjar 100.000 konur.

Afar mikilvægt er að konur nýti sér boð í skimun eins og landlæknir, Alma Möller, hvatti til í fréttum RÚV nýverið. Félagið tekur undir orð Ölmu og hvetur fjölmiðla og almenning til að stilla viðkvæmri umræðu í hóf. Vakni grunur um að mistök hafi átt sér stað eru þau mál tilkynnt til Embættis landlæknis sem rannsakar alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu.

 


Fleiri nýjar fréttir

25. nóv. 2020 : Betri lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum

Ný samanburðarrannsókn sem byggir á gögnum norrænna Krabbameinsskráa sýnir að lífshorfur fólks sem greinist með krabbamein á Norðurlöndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Almennt eru lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum með þeim hæstu í heimi.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Breytt fyrirkomulag krabbameins­skimana frá 1. janúar

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Stuðningur við marg­þætta starfsemi

Dregið 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Lesa meira

18. nóv. 2020 : Uppbókað hjá Leitarstöð fram að áramótum

Mikil aðsókn hefur verið í skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands síðastliðnar vikur og aukið framboð á tímum hefur ekki dugað til. 

Lesa meira

12. nóv. 2020 : Helmingur Íslendinga er jákvæður fyrir erfða­gjöfum til góð­gerðar­starfs

Vel menntaðar konur líklegri til að gefa erfðagjöf.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?