Ása Sigríður Þórisdóttir 20. jan. 2022

Skattafrádráttur vegna styrkja til Krabbameinsfélagsins

Nýlega tóku gildi lög um að einstaklingar fái skattafrádrátt vegna styrkja til félaga eins og Krabbameinsfélagsins. Þetta eru stór tímamót sem staðfesta mikilvægi félaga sem starfa að samfélagslegum framförum og treysta á stuðning almennings. Hér getur þú reiknað þína endurgreiðslu.

Nýju lögin eru sambærileg við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar.

Frádráttur er mismunandi eftir skattþrepum en sem dæmi:

  •  Gæti einstaklingur sem styrkir Krabbameinsfélagið um 2.000 krónur á mánuði eða 24.000 á ári fengið skattaafslátt sem nemur 9.100 krónum.

    Þannig greiðir styrktaraðilinn í raun 14.900 krónur en tryggir hins vegar að 24.000 krónur renni til baráttunnar gegn krabbameinum. Ef miðað er við meðallaun (skattþrep 2 = 37,95%) athugaðu þó að tekjuskattshlutfall getur verið mismunandi milli einstaklinga.

Smelltu hér til þess að reikna þína endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar má finna á rsk.is en hér að neðan eru allra helstu atriðin:

  • Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsskattstofni) allt að 350 þús. krónum á ári, vegna gjafa og framlaga til félaga sem eru á almannaheillaskrá.
  • Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10 þúsund krónur. Hámarks frádráttur er 350 þúsund krónur. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.
  • Krabbameinsfélagið sér um að skila upplýsingum um styrki til Skattsins árlega. Frádráttur verður áritaður á framtöl gefenda (reitur 155 á tekjusíðu framtals). Athugið að lögin tóku gildi 1. nóvember og því eru einungis styrkir sem bárust í nóvember og desember sendir til Skattsins að þessu sinni.

Þeir Velunnarar sem kunna að vilja láta félagið njóta góðs af endurgreiðslunni og hækka framlag sitt geta skráð það hér.

Hafðu samband ef þú óskar nánari upplýsinga á velunnari@krabb.is eða í síma 540 1900


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?