Ása Sigríður Þórisdóttir 20. jan. 2022

Skattafrádráttur vegna styrkja til Krabbameinsfélagsins

Nýlega tóku gildi lög um að einstaklingar fái skattafrádrátt vegna styrkja til félaga eins og Krabbameinsfélagsins. Þetta eru stór tímamót sem staðfesta mikilvægi félaga sem starfa að samfélagslegum framförum og treysta á stuðning almennings. Hér getur þú reiknað þína endurgreiðslu.

Nýju lögin eru sambærileg við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar.

Frádráttur er mismunandi eftir skattþrepum en sem dæmi:

  •  Gæti einstaklingur sem styrkir Krabbameinsfélagið um 2.000 krónur á mánuði eða 24.000 á ári fengið skattaafslátt sem nemur 9.100 krónum.

    Þannig greiðir styrktaraðilinn í raun 14.900 krónur en tryggir hins vegar að 24.000 krónur renni til baráttunnar gegn krabbameinum. Ef miðað er við meðallaun (skattþrep 2 = 37,95%) athugaðu þó að tekjuskattshlutfall getur verið mismunandi milli einstaklinga.

Smelltu hér til þess að reikna þína endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar má finna á rsk.is en hér að neðan eru allra helstu atriðin:

  • Einstaklingur getur fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattsskattstofni) allt að 350 þús. krónum á ári, vegna gjafa og framlaga til félaga sem eru á almannaheillaskrá.
  • Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10 þúsund krónur. Hámarks frádráttur er 350 þúsund krónur. Frádráttur þessi er ekki millifæranlegur hjá hjónum/sambúðarfólki.
  • Krabbameinsfélagið sér um að skila upplýsingum um styrki til Skattsins árlega. Frádráttur verður áritaður á framtöl gefenda (reitur 155 á tekjusíðu framtals). Athugið að lögin tóku gildi 1. nóvember og því eru einungis styrkir sem bárust í nóvember og desember sendir til Skattsins að þessu sinni.

Þeir Velunnarar sem kunna að vilja láta félagið njóta góðs af endurgreiðslunni og hækka framlag sitt geta skráð það hér.

Hafðu samband ef þú óskar nánari upplýsinga á velunnari@krabb.is eða í síma 540 1900


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?