Birna Þórisdóttir 27. sep. 2019

Sjáumst á Vísindavöku

Krabbameinsfélagið tekur þátt í Vísindavöku í Laugardalshöll 28. sept kl. 15-20 með spennandi sýningu sem heitir Er þetta allt í genunum? 

Krabbameinsfélagið verður með sýningarbás á Vísindavöku á morgun, laugardag 28. september kl. 15-20, í Laugardalshöll. Sýningin okkar heitir „Er þetta allt í genunum?“ og er spennandi nýjung í vísindamiðlun félagsins. 

Ráðast líkur okkar á að fá krabbamein að mestu leyti af genunum sem við erfum? Eða hefur áreiti sem við verðum fyrir á lífsleiðinni einhver áhrif? Getum við sjálf gert eitthvað til að minnka líkurnar á krabbameinum?

Á Vísindavöku Rannís er almenningi boðið upp á sannkallaða vísindaveislu, fremsta vísindafólk landsins sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

Karlahlaup 2020

26. feb. 2020 : Hreyfing skiptir máli

Karlahlaupið hentar öllum aldri, strákum jafnt sem heldri mönnum og afrekshlaupurum jafnt sem gangandi. Hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Lesa meira

26. feb. 2020 : Af hverju hreyfing í Mottumars?

Nú styttist í Mottumars, árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum.

Lesa meira

21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Lesa meira

18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Lesa meira

17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?