Birna Þórisdóttir 27. sep. 2019

Sjáumst á Vísindavöku

Krabbameinsfélagið tekur þátt í Vísindavöku í Laugardalshöll 28. sept kl. 15-20 með spennandi sýningu sem heitir Er þetta allt í genunum? 

Krabbameinsfélagið verður með sýningarbás á Vísindavöku á morgun, laugardag 28. september kl. 15-20, í Laugardalshöll. Sýningin okkar heitir „Er þetta allt í genunum?“ og er spennandi nýjung í vísindamiðlun félagsins. 

Ráðast líkur okkar á að fá krabbamein að mestu leyti af genunum sem við erfum? Eða hefur áreiti sem við verðum fyrir á lífsleiðinni einhver áhrif? Getum við sjálf gert eitthvað til að minnka líkurnar á krabbameinum?

Á Vísindavöku Rannís er almenningi boðið upp á sannkallaða vísindaveislu, fremsta vísindafólk landsins sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! 

 

 


Fleiri nýjar fréttir

17. okt. 2019 : Þungar áhyggjur af bið eftir brjóstaskoðunum

Á málþinginu „Þú ert ekki ein“ sem haldið var þann 15. október síðastliðinn í tilefni af Bleika mánuðinum, var skorað á framkvæmdastjórn Landspítala og heilbrigðisráðherra að stytta biðtíma eftir sérskoðunum eftir að grunur vaknar um brjóstakrabbamein. 

Lesa meira

11. okt. 2019 : Málþing um brjóstakrabbamein þriðjudaginn 15. október

Málþing um brjóstakrabbamein verður að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 17:00-18:30 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

10. okt. 2019 : Bleika slaufan nánast uppseld og Bleiki dagurinn er á morgun

Örfá eintök eru eftir af Bleiku slaufunni 2019 hjá Krabbameinsfélaginu en mikil eftirspurn hefur verið eftir slaufunni í ár. Enn er þó hægt að fá slaufur hjá einhverjum söluaðilum víða um land.

Lesa meira

30. sep. 2019 : Guðbjörg í Aurum hannar Bleiku slaufuna 2019

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum Bankastræti er hönnuður Bleiku slaufunnar 2019. Í ár er boðið upp á spennandi nýjung í hönnuninni því í fyrsta sinn er Bleika slaufan hálsmen.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?