Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023

Sjáumst á Styrkleikunum á Selfossi um helgina!

Styrkleikarnir hefjast kl. 12:00 laugardaginn 29. apríl og standa yfir í heilan sólarhring. Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Öllum er líka velkomið að kíkja við. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Við hvetjum alla til að vera með, þetta er einstök upplifun . Allar nánari upplýsingar um Styrkleikana má finna hér.

343302726_1401275174060788_8399669887456332380_n

Hápunktur Styrkleikanna er Ljósastundin

Kveikt er á kertum í pokum sem þátttakendur og gestir hafa skreytt og skrifað á falleg minningar- og þakklætisorð. Ljósin í salnum eru slökkt, sem skapar einstaka upplifun. Samhliða er boðið upp á hugvekju og tónlistaratriði. Í fyrra höfðu margir orð á því að þessi fallega stund myndi gleymast seint.

JPEG-image-67ED4C4FC82B-1_1682681933817

Hvernig virkar þetta?

Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir.

31

Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með, því hægt er að skrá sig í Landsliðið sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða.

Krabbameinsfélagið heldur Styrkleikana nú í annað sinn í samvinnu við Krabbameinsfélag Árnessýslu og í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Sjáumst á Styrkleikunum!

 


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?