Ása Sigríður Þórisdóttir 28. apr. 2023

Sjáumst á Styrkleikunum á Selfossi um helgina!

Styrkleikarnir hefjast kl. 12:00 laugardaginn 29. apríl og standa yfir í heilan sólarhring. Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Allir geta verið með og er þátttaka ókeypis. Öllum er líka velkomið að kíkja við. Viðburðurinn er fjölskylduvænn og verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. 

Við hvetjum alla til að vera með, þetta er einstök upplifun . Allar nánari upplýsingar um Styrkleikana má finna hér.

343302726_1401275174060788_8399669887456332380_n

Hápunktur Styrkleikanna er Ljósastundin

Kveikt er á kertum í pokum sem þátttakendur og gestir hafa skreytt og skrifað á falleg minningar- og þakklætisorð. Ljósin í salnum eru slökkt, sem skapar einstaka upplifun. Samhliða er boðið upp á hugvekju og tónlistaratriði. Í fyrra höfðu margir orð á því að þessi fallega stund myndi gleymast seint.

JPEG-image-67ED4C4FC82B-1_1682681933817

Hvernig virkar þetta?

Styrkleikarnir ganga þannig fyrir sig að einstaklingar skrá sig í lið sem vinnur saman að því að halda boðhlaupskefli á hreyfingu í heilan sólarhring með því að skiptast á að ganga, skokka eða hlaupa fyrirfram ákveðna leið. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir.

31

Fólk þarf ekki að vera hluti af liði til að vera með, því hægt er að skrá sig í Landsliðið sem er öllum opið. Á svæðinu er mjög gott hjólastólaaðgengi. Mikið er lagt upp úr því að viðburðurinn sé fyrir alla og allir geti tekið þátt á sínum hraða.

Krabbameinsfélagið heldur Styrkleikana nú í annað sinn í samvinnu við Krabbameinsfélag Árnessýslu og í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Sjáumst á Styrkleikunum!

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?