Sóley Jónsdóttir 22. maí 2017

Sigurvegari “Hættu nú alveg” keppni Mottumars dreginn út

Kristín Magnadóttir hætti að reykja eftir 50 ár 

Í Mottumars í ár var haldin keppnin “Hættu nú alveg” í samstarfi Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Ráðgjafar í reykbindindi (RÍR) þar sem keppt var í tóbaksbindindi. Alls skráðu sig til keppni 60 einstaklingar og meirihlutinn eða 58% náði að verða tóbakslaus á meðan á keppni stóð. 

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn og hvetjum þá sem ekki náðu að verða lausir við tóbak til að gefast ekki upp og reyna áfram þar til markmiðið næst. Sigurvegari keppninnar var dreginn út að lokinni keppni og sú heppna er Kristín Magnadóttir sem nú er hætt að reykja eftir 50 ár. Að sögn Kristínar er aldrei of seint að hætta og finnur hún nú þegar mikinn mun á heilsu sinni.

Kristín fékk afhent vegleg verðlaun sem samstarfsaðilar Krabbameinsfélagsins gáfu til keppninnar. Wow gaf sigurvegaranum flug fyrir tvo til Evrópu, Þyrluþjónustan gaf útsýnisflug fyrir tvo yfir Reykjavík og fjöllin í kring með lendingu á Esjunni, Hótel Rangá gaf gistingu í eina nótt með þriggja rétta kvöldverði og morgunverðarhlaðborði fyrir tvo og Olís/ÓB gaf 50.000 kr. inneign. 

Krabbameinsfélagið þakkar samstarfsaðilum kærlega fyrir dýrmætan stuðning og óskar vinningshafanum innilega til hamingju með betri heilsu og þessi veglegu verðlaun. 

Um keppnina ,,Hættu nú alveg":

  •  Karlar voru í miklum meirihluta keppenda eða 72%.
  • Flestir keppenda notuðu sígarettur eða 47%. Munntóbak notuðu 42%, 18% rafsígarettur og 8% neftóbak. Þó nokkrir notuðu fleiri en eina tegund tóbaks. 
  • Meðalaldur keppenda var 35 ár en elsti keppandinn var 72 ára og sá yngsti 16 ára.
  • Fjórðungur keppenda hefur valið að vera áfram í stuðningi hjá Ráðgjöf í reykbindindi.  


Keppendur gátu skráð sig til að taka þátt og vera í tóbaksbindindi frá 29. mars til 2. maí. Ráðgjafar hjá Ráðgjöf í reykbindindi höfðu samband við keppendur bæði með tölvupóstum og símleiðis. Reynt var að vera í sambandi við keppendur í hverri viku og tókst það að mestu. 

Að keppni lokinni þurftu keppendur að senda inn vottaða staðfestingu á tóbaksleysi sínu á meðan á keppni stóð. Í nokkrum tilvikum náðu keppendur ekki að standast bindindið allan tímann en voru samt tóbakslausir í lok keppni. Þeir keppendur duttu því út úr keppninni þó að þeir væru hættir 2. maí. Margir þáðu áfram stuðning ráðgjafa og fá áframhaldandi stuðning í allt að eitt ár. 


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?