Björn Teitsson 27. apr. 2021

Síðasta tækifæri til að taka þátt í Áttavitanum

Áttavitinn er umfangsmikil rannsókn um hagi og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi. Markmiðið er að finna leiðir til að bæta meðferðarferlið fyrir bæði krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 

Síðasta tækifæri til að taka þátt í rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein.

Þann 1. maí næstkomandi verður síðasta tækifærið til að skrá sig í Áttavitann, eina stærstu rannsókn á Íslandi um hagi og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á síðustu árum og reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt, því með þátttöku sem flestra er hægt að vinna að því meðal annars að gera greiningarferli og meðferð enn betri.

Á Íslandi greinast á ári hverju um 1700 einstaklingar með krabbamein. Með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar er ljóst að krabbameinsgreiningum mun fjölga. Meðferð fleygir fram svo fleiri lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Því er afar mikilvægt að allt sé gert til að greining og meðferð sé þannig að lífsgæði fólks séu eins góð og kostur er.

Krabbameinsfélagið hvetur alla sem hafa fengið boð að taka þátt í rannsókninni. Þátttaka er einföld, en hún felst í því að svara stöðluðum rafrænum spurningalista þar sem nafnleyndar er gætt í samræmi við ítrustu kröfur Persónuverndar. Skráning í rannsóknina fer fram með rafrænum skilríkjum hér: https://www.krabb.is/rannsokn/taka-thatt

Áttavitinn er umfangsmikil rannsókn sem snýst fyrst og fremst um reynslu krabbameinsgreindra af greiningu og meðferð. Rannsóknin tekur meðal annars til sálrænna og líkamlega þátta sem fylgja krabbameinum og meðferð. Rannsóknin nær yfir tímabilið 2015-2019 fyrir allar krabbameinsgreiningar. Nú þegar hafa um 1800 manns tekið þátt í þessari rannsókn.

Krabbameinsfélagið stendur fyrir rannsókninni með það að markmiði að greina það jákvæða og neikvæða sem tengist greiningu og meðferð og dýpka þannig þekkingu á því hvaða þættir eru mikilvægir í öllu ferlinu. Íslendingar standa mjög framarlega þegar kemur að greiningum og meðferð á krabbameinum. Þátttaka í Áttavitanum er mikilvægt framlag til að bæta þekkingu okkar á hvar í ferlinu er þörf á frekari umbótum.

Nánari upplýsingar um rannsóknina veitir Jóhanna E. Torfadóttir (johanna@krabb.is) ábyrgðarmaður Áttavitans. 


Fleiri nýjar fréttir

Screen-Shot-2021-05-05-at-10.14.07

5. maí 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigurður Yngvi Kristinsson

Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Háskóla Íslands. Hann hefur leitt rannsóknarverkefnið Blóðskimun til bjargar - sem hefur átt samastað í húsakynnum Krabbameinsfélagsins og fengið dyggilegan stuðning úr Vísindasjóði félagsins. 

Lesa meira
Barn_solgleraugu

29. apr. 2021 : Sólarvarnir leikskólabarna: þetta þarftu að vita

Eitt af markmiðum Krabbameins­félagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Lesa meira

29. apr. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Á afmælisárinu ætlum við að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira
Redcross_halla

28. apr. 2021 : Rúmlega 500 sokkar til verkefna Rauða krossins

Skjólstæðingar mannúðarverkefna Rauða krossins á Íslandi fá nýja sokka í sumargjöf frá Krabbameinsfélaginu. Um er að ræða litríka Mottumarssokka sem vekja vonandi lukku enda fátt þægilegra en að smeygja sér í nýja sokka. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?