Björn Teitsson 27. apr. 2021

Síðasta tækifæri til að taka þátt í Áttavitanum

Áttavitinn er umfangsmikil rannsókn um hagi og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi. Markmiðið er að finna leiðir til að bæta meðferðarferlið fyrir bæði krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 

Síðasta tækifæri til að taka þátt í rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein.

Þann 1. maí næstkomandi verður síðasta tækifærið til að skrá sig í Áttavitann, eina stærstu rannsókn á Íslandi um hagi og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á síðustu árum og reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt, því með þátttöku sem flestra er hægt að vinna að því meðal annars að gera greiningarferli og meðferð enn betri.

Á Íslandi greinast á ári hverju um 1700 einstaklingar með krabbamein. Með breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar er ljóst að krabbameinsgreiningum mun fjölga. Meðferð fleygir fram svo fleiri lifa með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm. Því er afar mikilvægt að allt sé gert til að greining og meðferð sé þannig að lífsgæði fólks séu eins góð og kostur er.

Krabbameinsfélagið hvetur alla sem hafa fengið boð að taka þátt í rannsókninni. Þátttaka er einföld, en hún felst í því að svara stöðluðum rafrænum spurningalista þar sem nafnleyndar er gætt í samræmi við ítrustu kröfur Persónuverndar. Skráning í rannsóknina fer fram með rafrænum skilríkjum hér: https://www.krabb.is/rannsokn/taka-thatt

Áttavitinn er umfangsmikil rannsókn sem snýst fyrst og fremst um reynslu krabbameinsgreindra af greiningu og meðferð. Rannsóknin tekur meðal annars til sálrænna og líkamlega þátta sem fylgja krabbameinum og meðferð. Rannsóknin nær yfir tímabilið 2015-2019 fyrir allar krabbameinsgreiningar. Nú þegar hafa um 1800 manns tekið þátt í þessari rannsókn.

Krabbameinsfélagið stendur fyrir rannsókninni með það að markmiði að greina það jákvæða og neikvæða sem tengist greiningu og meðferð og dýpka þannig þekkingu á því hvaða þættir eru mikilvægir í öllu ferlinu. Íslendingar standa mjög framarlega þegar kemur að greiningum og meðferð á krabbameinum. Þátttaka í Áttavitanum er mikilvægt framlag til að bæta þekkingu okkar á hvar í ferlinu er þörf á frekari umbótum.

Nánari upplýsingar um rannsóknina veitir Jóhanna E. Torfadóttir (johanna@krabb.is) ábyrgðarmaður Áttavitans. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?