Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 10. okt. 2018

Sérsmíðað gullhálsmen Bleiku slaufunnar boðið upp

Sérsmíðuð gullslaufa verður boðin upp til styrktar Bleiku slaufunni 2018. 

Slaufuna smíðar og hannar Páll Sveinsson, yfirgullsmiður hjá Jóni & Óskari, sem vann hönnunarsamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins um hönnun Bleiku slaufunnar í ár. Páll ákvað að gera eitt gullhálsmen af Bleiku slaufunni úr 14 karata gulli.

Uppboðið fer fram á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar og hefst miðvikudaginn 10. október og lýkur kl 15 föstudaginn 12. október. Allur ágóði rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Blásið verður til Bleiks uppboðshófs í verslun Jóns & Óskars að Laugavegi 61, í dag, miðvikudaginn 10. október kl 17-19. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna auk þess sem hægt er að berja gullhálsmenið augum. Allir velkomnir.

„Og nú skorum við á fyrirtæki að bjóða í þennan einstaka grip og ánafna hana einhverri einstakri konu, en einstakar konur eru eins og við vitum allt í kringum okkur “ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins; „Á sama tíma skorum við á vinkonuhópa um allt land að skrá sig á bleikaslaufan.is, því félagið vill í samstarfi við hópana auka mætingu kvenna í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Skimun skiptir sköpum og félagið treystir á samstöðukraft kvenna sem er magnaður.“

 

https://www.youtube.com/watch?v=LFrFvCrvd4s&t=1s
Hér að ofan má sjá myndband af Páli við smíði gullslaufunnar sem hægt er að bjóða í hér


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?