Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 10. okt. 2018

Sérsmíðað gullhálsmen Bleiku slaufunnar boðið upp

Sérsmíðuð gullslaufa verður boðin upp til styrktar Bleiku slaufunni 2018. 

Slaufuna smíðar og hannar Páll Sveinsson, yfirgullsmiður hjá Jóni & Óskari, sem vann hönnunarsamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins um hönnun Bleiku slaufunnar í ár. Páll ákvað að gera eitt gullhálsmen af Bleiku slaufunni úr 14 karata gulli.

Uppboðið fer fram á Facebooksíðu Bleiku slaufunnar og hefst miðvikudaginn 10. október og lýkur kl 15 föstudaginn 12. október. Allur ágóði rennur óskertur til Krabbameinsfélagsins.

Blásið verður til Bleiks uppboðshófs í verslun Jóns & Óskars að Laugavegi 61, í dag, miðvikudaginn 10. október kl 17-19. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna auk þess sem hægt er að berja gullhálsmenið augum. Allir velkomnir.

„Og nú skorum við á fyrirtæki að bjóða í þennan einstaka grip og ánafna hana einhverri einstakri konu, en einstakar konur eru eins og við vitum allt í kringum okkur “ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins; „Á sama tíma skorum við á vinkonuhópa um allt land að skrá sig á bleikaslaufan.is, því félagið vill í samstarfi við hópana auka mætingu kvenna í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini. Skimun skiptir sköpum og félagið treystir á samstöðukraft kvenna sem er magnaður.“

 

https://www.youtube.com/watch?v=LFrFvCrvd4s&t=1s
Hér að ofan má sjá myndband af Páli við smíði gullslaufunnar sem hægt er að bjóða í hér


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?