Guðmundur Pálsson 17. nóv. 2017

Samtök krabbameinsfélaga á Norðurlöndum funda hérlendis

Nú stendur yfir árlegur fundur samtaka krabbameinsfélaga á Norðurlöndum. Fundurinn er haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Fjöldi erlendra sérfræðinga sitja fundinn, fulltrúar allra samtakanna á Norðurlöndum og í Færeyjum auk þriggja formanna. Ísland hefur farið með forystu í samtökunum síðastliðin þrjú ár, en mun afhenda Danmörku keflið í dag.

Formennirnir þrír fjalla á fundinum um mismunandi málefni tengd krabbameinum:

Sakari Karjalainen er formaður samtaka Evrópskra krabbameinsfélaga sem hafa unnið mikið að sameiginlegum áherslum í forvörnum gegn krabbameinum (European Code against Cancer) sem snýst um 12 leiðir til að minnka líkur á krabbameinum. Talið er að fækka mætti krabbameinum um allt að 50% í heiminum ef allir færu eftir þessu. Sakari fjallar um þetta og kostnað við krabbamein.

Leif Vestergaard Pedersen er framkvæmdastjóri Kræften bekæmpelse í Danmörku. Af Dönum getum við margt lært um krabbameinsáætlun þeirra sem er tengd fjárlögum og endurskoðuð reglulega. Slík áætlun er grundvöllur útgjaldaáætlunar, skilgreining á þjónustu og stefnumótun fyrir allt heilbrigðiskerfið í málaflokknum. Flest lönd sem við miðum okkur við hafa tekið upp slíka áætlun. Íslensk krabbameinsáætlun hefur verið í undirbúningi frá febrúar 2011 og er enn ekki orðin að veruleika. Drög voru þó lögð fram af heilbrigðisráðherra hér í sumar byggð á skýrslu Krabbameinsfélagsins.

Anna Lise Ryel er framkvæmdastjóri Kreftforeningen í Noregi. Hún segir frá afar áhugaverðum málaferlum í Noregi sem sígaretturframleiðandinn Philip Morris tapaði og tengjast deilum um merkingar á sígarettupökkum, eða plain packaging. Málið hefur vakið athygli víða um heim. Hún talar meðal annars um samskipti við tóbaksfyrirtækin og hvernig koma megi í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í fyrirtækjum sem stunda slíka framleiðslu.

Ragnheiður Haraldsdóttir, fráfarandi formaður stjórnar norrænna krabbameinsfélaga NCU, stýrir fundinum.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?