Guðmundur Pálsson 17. nóv. 2017

Samtök krabbameinsfélaga á Norðurlöndum funda hérlendis

Nú stendur yfir árlegur fundur samtaka krabbameinsfélaga á Norðurlöndum. Fundurinn er haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Fjöldi erlendra sérfræðinga sitja fundinn, fulltrúar allra samtakanna á Norðurlöndum og í Færeyjum auk þriggja formanna. Ísland hefur farið með forystu í samtökunum síðastliðin þrjú ár, en mun afhenda Danmörku keflið í dag.

Formennirnir þrír fjalla á fundinum um mismunandi málefni tengd krabbameinum:

Sakari Karjalainen er formaður samtaka Evrópskra krabbameinsfélaga sem hafa unnið mikið að sameiginlegum áherslum í forvörnum gegn krabbameinum (European Code against Cancer) sem snýst um 12 leiðir til að minnka líkur á krabbameinum. Talið er að fækka mætti krabbameinum um allt að 50% í heiminum ef allir færu eftir þessu. Sakari fjallar um þetta og kostnað við krabbamein.

Leif Vestergaard Pedersen er framkvæmdastjóri Kræften bekæmpelse í Danmörku. Af Dönum getum við margt lært um krabbameinsáætlun þeirra sem er tengd fjárlögum og endurskoðuð reglulega. Slík áætlun er grundvöllur útgjaldaáætlunar, skilgreining á þjónustu og stefnumótun fyrir allt heilbrigðiskerfið í málaflokknum. Flest lönd sem við miðum okkur við hafa tekið upp slíka áætlun. Íslensk krabbameinsáætlun hefur verið í undirbúningi frá febrúar 2011 og er enn ekki orðin að veruleika. Drög voru þó lögð fram af heilbrigðisráðherra hér í sumar byggð á skýrslu Krabbameinsfélagsins.

Anna Lise Ryel er framkvæmdastjóri Kreftforeningen í Noregi. Hún segir frá afar áhugaverðum málaferlum í Noregi sem sígaretturframleiðandinn Philip Morris tapaði og tengjast deilum um merkingar á sígarettupökkum, eða plain packaging. Málið hefur vakið athygli víða um heim. Hún talar meðal annars um samskipti við tóbaksfyrirtækin og hvernig koma megi í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í fyrirtækjum sem stunda slíka framleiðslu.

Ragnheiður Haraldsdóttir, fráfarandi formaður stjórnar norrænna krabbameinsfélaga NCU, stýrir fundinum.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?