Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Samtal við börn um áhrif krabbameina á fjölskyldur

Barnastarf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, KAON, hefur verið starfrækt af krafti undanfarin þrjú ár. Boðið er upp á stuðning og námskeið fyrir börn og unglinga og fræðslu um krabbamein á barnamáli.

„Við leggjum áherslu á að styðja við börnin eftir þroska og getu hvers og eins, hvort sem um er að ræða barn í leikskóla eða grunnskóla,“ segir Katrín Ösp Jónsdóttir, ráðgjafi hjá KAON. 

,,Það er til dæmis mikilvægt að foreldrar eða aðrir nákomnir barninu séu viðstaddir fræðsluna svo samtalið geti haldið áfram eftir að heim er komið. Tilgangurinn er að auðvelda barninu að skilja eigin líðan og koma auga á eigin styrkleika.“ 

Foreldrum býðst einnig fræðsla og leiðsögn um hvernig gott er að eiga samtal við börnin um krabbamein og stöðu ástvinarins. 

„Reynslan af fræðslunni hefur verið mjög góð. Börnin eiga það mörg sameiginlegt að hafa ekki viljað koma í fyrsta tímann. Við náum sem betur fer oftast góðu samstarfi og þau koma kát inn í næsta tíma. Það er nefnilega ekki bara fullorðnum sem finnst kvíðvænlegt að ræða um eigin tilfinningar,“ segir Katrín. 

Börnin spyrja ótal spurninga, til dæmis hvort það sé eðlilegt að vita ekki hvernig þeim líður, finna að þeim líður ekki nógu vel og eiga erfitt með svefn. Eftir námskeiðið skilja þau sig sjálf betur og aðstæðurnar sem þau eru í. 

„Það er líka áberandi hvað þau reyna að passa upp á foreldra sína til dæmis með því að vera dugleg í skóla eða íþróttum og ræða ekki eigin líðan. Foreldrarnir eru oft á sama stað. Þeir vilja ekki hræða börnin sín en vilja á sama tíma ekki fela neitt fyrir þeim. Þessar stundir skipta því miklu máli og skapa oft dásamleg augnablik fyrir fjölskyldurnar.“ 

,,Svo er öskudagur pínu eins og uppskeruhátíð fyrir okkur starfsfólkið því þá koma þessi börn með vini sína. Það er greinilegt að félagið skiptir þau máli,“ segir Katrín brosandi að lokum.

Umsögn ungrar móður sem greindist með brjóstakrabbamein og hefur nýtt þjónustu KAON: 

,,Við fjölskyldan höfum fengið góð ráð hjá KAON til að tækla ýmislegt sem upp hefur komið í tengslum við veikindi mín. Sonur minn (12 ára) upplifði mikinn kvíða í tengslum við þau. Hann fékk mjög góða aðstoð sem hjálpaði honum með kvíðann. 

Yngri börnin (6 og 12 ára) fóru á barnanámskeiðið vorið 2019 þar sem þau voru í hóp með börnum í sömu sporum. Þau voru himinlifandi með námskeiðið og dóttir mín (6 ára) minnist oft á að hana langi aftur. Ég greindist svo aftur með krabbamein og kveið mikið fyrir að segja börnunum frá því. 

Við fengum dyggan stuðning hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og þá kom í ljós hversu vel börnin bjuggu að þeirri þjónustu sem þau höfðu þegar notið þar. Við erum afar þakklát og hvetjum alla sem eiga við krabbamein að leita til þeirra. Við vitum að það verður vel tekið á móti ykkur.“ 

(Umsögn gefin 28.05.2020 og birt með leyfi)

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?