Anna Margrét Björnsdóttir 28. apr. 2023

Samkomulag um úthlutun úr Rynkeby­sjóði undirritað

  • Frá vinstri: Valgerður Sigurðardóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir
    Frá vinstri: Valgerður Sigurðardóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir.

Það var kátt í Skógarhlíðinni á dögunum þegar samningur um úthlutun úr Rynkebysjóði Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna var undirritaður. Sjóðurinn varð til við fjársöfnun Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) hefur gert samkomulag við Krabbameinsfélag Íslands og Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands um meðferð umsókna og úthlutun styrkja úr Rynkebysjóði SKB. Félagið naut eins og áður sagði afraksturs söfnunar Team Rynkeby Ísland á árunum 2017-2021 og sjóðurinn nemur 80 milljónum sem verður varið til rannsókna á krabbameinum hjá börnum. Við úthlutun styrkja úr Rynkebysjóðnum er unnið eftir skipulagsskrá, starfs- og úthlutunarreglum Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands og starfsreglum Vísindaráðs Krabbameinsfélags Íslands eins og við á.

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til mikilla framfara í greiningu og meðferð krabbameina og nauðsynlegt er að tryggja að unnt sé að sinna fjölbreyttum rannsóknum á krabbameinum hérlendis. Það er Krabbameinsfélagi Íslands sönn ánægja að stuðla að því að skapa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi, en Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá árinu 2017 úthlutað tæplega 400 milljónum króna til 41 rannsóknarverkefnis.

„Við hjá SKB erum afar þakklát forsvarsmönnum Krabbameinsfélagsins og Vísindasjóðs félagsins fyrir að vera reiðubúin að taka við og meta umsóknir um styrki í Rynkebysjóð SKB,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Þannig getum við verið fullviss um að rannsóknirnar sem Rynkeby-sjóðurinn fjármagnar standist vísindalegar kröfur og fræðileg viðmið og komi börnum með krabbamein að sem mestu og bestu gagni. Það er afar ánægjulegt að málið sé komið í þennan farveg og fögnum við samstarfinu við Krabbameinsfélagið og Vísindasjóðinn.“

Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands, og Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands, taka undir orð Rósu og fagna einnig samstarfinu. „Það er heiður fyrir okkur hjá Krabbameinsfélaginu og Vísindasjóði að vera treyst fyrir þessu hlutverki,“ segir Valgerður. „Með tilkomu Rynkebysjóðs SKB skapast enn fleiri tækifæri fyrir okkar færasta vísindafólk til að rannsaka hvernig fækka megi krabbameinstilfellum og dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein.“


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?