Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. feb. 2018

Samkeppni um Bleiku slaufuna 2018

Krabbameinsfélag Íslands er í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða um íslenska hönnun

Nú hefur verið blásið til samkeppni um Bleiku slaufuna 2018 meðal gullsmiða og er þetta í sjöunda sinn sem keppni er haldin um hönnun hennar. Skilafrestur er 15. mars 2018.

Sú hefð hefur skapast síðastliðin ár að íslenskir gullsmiðir sjái um hönnun Bleiku slaufunnar sem síðan er seld í október ár hvert til styrktar ákveðnu málefni tengdu krabbameinum hjá konum. Samvinnan þykir einstök á heimsvísu og fjölmargir safna slaufunni ár frá ári. 

Við erum stolt af íslenskri hönnun

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum stolt af því að hönnun Bleiku slaufunnar sé í höndum íslenskra fagmanna. Sú hefð sem skapast hefur með samstarfinu og framleiðslu slaufunnar er einstök í heiminum, fjölmargir safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt út fyrir landsteinana. Við blásum til nýrrar samkeppni og óskum eftir tillögum ykkar að hönnun og útliti Bleiku slaufunnar 2018. Sigurvegari samkeppninnar skuldbindur sig til að gefa vinnu sína en fær greiddan útlagðan kostnað við efni. Krabbameinsfélagið óskar eftir samvinnu við sigurvegarann að kynningu slaufunnar og veitir honum einnig stuðning til að kynna hana sjálfstætt. Við þetta tækifæri langar okkur að færa hönnuðum fyrri ára og öllum þeim sem sent hafa inn tillögur okkar bestu þakkir. 

Hönnuðir Bleiku slaufunnar síðastliðin ár:

 • 2017     Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland
 • 2016     Unnur Eir Björnsdóttir og Lovísa Halldórsdóttir gullsmiðir
 • 2015     Erling Jóhannesson, hönnuður og silfursmiður
 • 2014     Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður og hönnuður hjá Metal Design
 • 2013     Kjartan Ernir Kjartansson og Ástþór Helgason gullsmiðir hjá Orr
 • 2012     Ingi Bjarnason gullsmiður hjá Sign

Ása segir það hafa verið mikilvægt fyrir sig að geta lagt félaginu lið í ár þegar safnað var fyrir Ráðgjafarþjónustu félagsins; „Það er mér mikil ánægja að geta lagt mitt af mörkum við þá mikilvægu þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds þeim sem greinast með krabbamein. Við hönnunina hafði ég að leiðarljósi táknmyndina um hlýju og umhyggju sem sveipar þann sem slaufuna ber. Í formi hennar er einnig dropasteinn fyrir dropann sem „breytir veig heillar skálar“ eins og segir í kvæðinu. Verkefnið var bæði afar skemmtilegt og krefjandi”, segir Ása, en hún var einnig mjög öflug í kynningu á slaufunni auk þess að halda bleikt boð á vinnustofu sinni.

Silfurslaufan

Silfurslaufan er einungis til sölu hjá gullsmiðum. Reynslan sýnir að silfurslaufan gengur best þegar hún er sýnilega frábrugðin nælunni sem er í almennri sölu.

Viðmið

Eftirfarandi viðmið skulu höfð að leiðarljósi við hönnun slaufunnar

 • Slaufan sé bleik að öllu eða a.m.k. nokkru marki
 • Auðvelt sé að sjá slaufu út úr laginu/forminu
 • Slaufan henti sem barmnæla og hálsmen
 • Engin skilyrði eru um efnisval
 • Hafa ber í huga að hönnun nælunnar þarf að henta til fjöldaframleiðslu
 • Tillögunni fylgi skýring á hugmyndinni og sýn á hvernig hún yrði kynnt
 • Þess má geta að samstarf við aðra gullsmiði eða listamenn er heimilt, sem og samstarf um kynningu, útfærslu á heildarhugmynd (konsepti) og hönnun

Óskað er eftir því að tillögurnar berist sem „prótótýpa“ og heiti höfundar sem dulnefni, en réttar upplýsingar um hönnuð fylgi með í lokuðu umslagi. Við áskiljum okkur rétt til að samþykkja hvað tillögu sem er eða hafna þeim öllum. 

Síðasti skiladagur er 15. mars 2018. Dómnefnd mun velja úr þeim tillögum sem berast og vinningshafi verður tilkynntur innan mánaðar. 

Tillögur sendist á:
Krabbameinsfélag Íslands
Kynningar- og fjáröflunardeild - Bleika slaufan 2018
Skógarhlíð 8
105 Reykjavík


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?