Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

  • Erna Bjarnadóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Jónína Edda Sævarsdóttir

Viðurkenninguna hlutu þær Edda Sævarsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Íslenskar konur hafa alltaf láta sig skimanir fyrir krabbameinum varða. Það er óbreytt, þó 58 ár séu liðin frá því skimun hófst.

Árið 1964 hóf Krabbameinsfélagið leghálskrabbameinsleit af fullum krafti með stofnun Visir nýrrar leitarstöðvar. Alma Þórarinsson var ráðin yfirlæknir og vann hún mikið brautryðjendastarf. Leitarstarfið var kynnt fyrir íslenskum konum og þær hvattar til að mæta með bæklingum og fræðslufundum í samstarfi við kvenfélög og önnur félagasamtök. Alma Þórarinsson fyllti Gamla Bíó í þrígang þar sem hún hélt erindi og sýndi fræðslumyndir. 

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins sem haldinn var laugardaginn 21. maí var Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn.

Þegar fyrir lá að gera átti veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum án nauðsynlegs undirbúnings eða kynningar kom berlega í ljós að skimanir fyrir krabbameinum skipta þjóðina máli.

Samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins hlutu þær Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftasöfnunar vegna breytinga á skimunum fyrir brjóstakrabbameini, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir forsprakki hópsins Aðför að heilsu kvenna fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Myndir:

  • Vísir https://timarit.is/page/2372885
  • Myndasafn Krabbameinfélagsins frá vinstri Erna Bjarnadóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Jónína Edda Sævarsdóttir. 

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?