Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

  • Erna Bjarnadóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Jónína Edda Sævarsdóttir

Viðurkenninguna hlutu þær Edda Sævarsdóttir, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Íslenskar konur hafa alltaf láta sig skimanir fyrir krabbameinum varða. Það er óbreytt, þó 58 ár séu liðin frá því skimun hófst.

Árið 1964 hóf Krabbameinsfélagið leghálskrabbameinsleit af fullum krafti með stofnun Visir nýrrar leitarstöðvar. Alma Þórarinsson var ráðin yfirlæknir og vann hún mikið brautryðjendastarf. Leitarstarfið var kynnt fyrir íslenskum konum og þær hvattar til að mæta með bæklingum og fræðslufundum í samstarfi við kvenfélög og önnur félagasamtök. Alma Þórarinsson fyllti Gamla Bíó í þrígang þar sem hún hélt erindi og sýndi fræðslumyndir. 

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins sem haldinn var laugardaginn 21. maí var Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins veitt í fyrsta sinn.

Þegar fyrir lá að gera átti veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum án nauðsynlegs undirbúnings eða kynningar kom berlega í ljós að skimanir fyrir krabbameinum skipta þjóðina máli.

Samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins hlutu þær Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftasöfnunar vegna breytinga á skimunum fyrir brjóstakrabbameini, Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk með krabbamein og Erna Bjarnadóttir forsprakki hópsins Aðför að heilsu kvenna fyrir að stíga fram og skapa vettvang fyrir fólkið í landinu til að sýna í orði og verki að skimanir fyrir krabbameinum skipta máli.

Myndir:

  • Vísir https://timarit.is/page/2372885
  • Myndasafn Krabbameinfélagsins frá vinstri Erna Bjarnadóttir, Elín Sandra Skúladóttir og Jónína Edda Sævarsdóttir. 

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?