Guðmundur Pálsson 13. apr. 2023

Sameining eykur þjónustu við Vest­firðinga

Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur sameinast Krabbameinsfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar (KVOT). Starfsvæði Sigurvonar nær því núna yfir alla Vestfirði. 

Sameiningin var samþykkt á aðalfundi Sigurvonar á fimmtudaginn sl. eftir viðræður við stjórn KVOT um tíma. KVOT hefur að mestu verið óvirkt um nokkurt skeið og hlakka aðstandendur Sigurvonar til að auka þjónustu við íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum með aðstoð tengiliðar þess á svæðinu, Önnu Stefaníu Einarsdóttur. „Við lítum á þetta sem frábært tækifæri til að stækka starfsvæðið og auka þjónustu okkar við fleiri Vestfirðinga,“ segir Helena Hrund Jónsdóttir, formaður Sigurvonar.

Á aðalfundinum var stjórn Sigurvonar endurkjörin auk þess sem nýr varamaður bættist í hópinn. Stjórnin er því svohljóðandi: Helena Hrund Jónsdóttir formaður, Þórir Guðmundsson ritari, Martha Kristín Pálmadóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur eru þau Fjölnir Ásbjörnsson og Auður Helga Ólafsdóttir. Varamenn eru Heiðrún Björnsdóttir, Davíð Björn Kjartansson og Ólafur Guðsteinn Kristjánsson.

Krabbameinsfélagið Sigurvon styður fjárhagslega við félagsmenn sína til að standa straum af gistikostnaði, sem annars myndi gera róðurinn enn þyngri er hann bætist ofan á læknis- og rannsóknakostnað. Félagið veitir auk þess einstaklingum ótilgreinda fjárstyrki sé óskað eftir því.

Þá veitir félagið einnig stuðning á jafningjagrundvelli en stuðningshópur félagsins, Vinir í von, er með reglulegar samverustundir yfir vetrartímann. Hópurinn hefur notið góðvildar geðræktarmiðstöðvarinnar Vesturafls, sem lætur honum í té aðstöðu að Suðurgötu 9. Þar fyrir utan hefur hópurinn einnig hist á veitingahúsum Ísafjarðar af og til, til þess að lyfta sér aðeins upp.

- Thelma Hjaltadóttir


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?