Guðmundur Pálsson 15. jún. 2022

Rannsóknir: Saman­burður aðgerða með brjóst­hols­skurði og brjóst­holssjá

Tómas Guðbjartsson rannsakar hvort árangur hafi batnað, ekki síst hvað alvarlega fylgikvilla varðar og lifun.

Lungnakrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á undanförnum árum hafa orðið mjög miklar framfarir í greiningu og meðferð þessa mikilvæga krabbameins. Þar má nefna bætta myndgreiningu sem gera kleift að greina meinin fyrr og minna útbreidd. 

Einnig hafa orðið miklar framfarir í meðferð, ekki síst í lyfjameðferð en einnig geislameðferð sjúklinga með útbreitt mein þar sem skurðaðgerð kemur ekki til greina. Skurðaðgerð er enn helsta læknandi meðferðin við lungnakrabbameini og sú sem er best rannsökuð. Á síðastliðnum áratug er komin fram tækni þar sem hægt er að gera 85% aðgerðanna með aðstoð brjóstholssjár (VATS) og í gegnum 3 litla skurði, aðferð sem leysir sársaukafyllri brjóstholsskurð af hólmi. Verkir eru minni, sjúklingar fljótari að jafna sig og legutími styttur.

„Helst markmið þessarar rannsóknar er að bera árangur þessara brjóstholsaðgerða saman við þær sem gerðar voru með brjóstholsskurði, og meta hvort árangur hafi batnað, ekki síst hvað alvarlega fylgikvilla varðar og lifun.“ segir Tómas.

Verkefnið Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi hlaut 1.920.000 kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?