Guðmundur Pálsson 15. jún. 2022

Rannsóknir: Saman­burður aðgerða með brjóst­hols­skurði og brjóst­holssjá

Tómas Guðbjartsson rannsakar hvort árangur hafi batnað, ekki síst hvað alvarlega fylgikvilla varðar og lifun.

Lungnakrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða. Á undanförnum árum hafa orðið mjög miklar framfarir í greiningu og meðferð þessa mikilvæga krabbameins. Þar má nefna bætta myndgreiningu sem gera kleift að greina meinin fyrr og minna útbreidd. 

Einnig hafa orðið miklar framfarir í meðferð, ekki síst í lyfjameðferð en einnig geislameðferð sjúklinga með útbreitt mein þar sem skurðaðgerð kemur ekki til greina. Skurðaðgerð er enn helsta læknandi meðferðin við lungnakrabbameini og sú sem er best rannsökuð. Á síðastliðnum áratug er komin fram tækni þar sem hægt er að gera 85% aðgerðanna með aðstoð brjóstholssjár (VATS) og í gegnum 3 litla skurði, aðferð sem leysir sársaukafyllri brjóstholsskurð af hólmi. Verkir eru minni, sjúklingar fljótari að jafna sig og legutími styttur.

„Helst markmið þessarar rannsóknar er að bera árangur þessara brjóstholsaðgerða saman við þær sem gerðar voru með brjóstholsskurði, og meta hvort árangur hafi batnað, ekki síst hvað alvarlega fylgikvilla varðar og lifun.“ segir Tómas.

Verkefnið Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi hlaut 1.920.000 kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?