Guðmundur Pálsson 8. nóv. 2019

Sálfélagslegur stuðningur í endur­hæfingu og með­ferð krabba­meina

Niðurstöður fjölda rannsókna leiða í ljós að margvíslegur sálfélagslegur stuðningur hefur jákvæð áhrif á lífsgæði kvenna sem greinst hafa með krabbamein. 

Bæði hóp- og einstaklingsstuðningur af ýmsu tagi, en einnig slökunaræfingar, núvitundaræfingar og streitustjórnun. Mikill meirihluti kvenna í þessum rannsóknum voru með krabbamein í brjóstum. [1-2]

Konum sem hafa aðgang að sálfélagslegum stuðningi líður almennt betur, upplifa síður þunglyndi, kvíða og reiði og eru síður ráðvilltar. Stuðningur hefur líka þau áhrif að draga úr sársaukaupplifun og á það við um allar tegundir krabbameina. [3-7]

Félagslegt stuðningsnet, metið út frá fjölda ættingja og vina og tíðni samskipta við þessa aðila, tengist einnig betri líðan hjá konum með krabbamein. [8]

Sambærilegar rannsóknir á hópum karla sem greinst hafa með krabbamein eru ekki það vel á veg komnar að hægt sé að álykta að fyrrnefnd áhrif eigi líka við um þá. [9-10]

Hinsvegar hafa íslenskar og sænskar rannsóknir leitt í ljós að einn af hverjum fimm körlum með krabbamein hefur engan sem þeir deila erfiðum tilfinningum með. Þessum körlum líður verr en öðrum körlum með krabbamein. Þeir eru þreyttari og uppgefnari og síður líklegir til að vera sáttir við sitt hlutskipti. [11]

Rannsóknir sýna þó að hægt er að rjúfa tilfinningalega einangrun karla með langt gengin krabbamein án þess að ganga yfir persónumörk þeirra. [12-13]

Heimildaskrá

1: Faller H, Schuler M, Richard M, Heckl U, Weis J, and Kuffner R. Effects of Psycho-Oncologic Interventions on Emotional Distress and Quality of Life in Adult Patients With Cancer: Systematic Review and Meta-Analysis. Journal of Clinical Oncology 31,6, 2013.

2: Mai-Fen Zhang, Yong-Shan Wen, Wei-Yan Liu, Li-Fen Peng, Xiao-Dan Wu, Qian-Wen Liu. Effectiveness of Mindfulness-based Therapy for Reducing Anxiety and Depression in Patients With Cancer. A Meta-analysis. Medicine Volume 94, Number 45, November 2015.

3: Goodwin PJ, Leszcz M, Ennis M, Koopmana J et al. THE EFFECT OF GROUP PSYCHOSOCIAL SUPPORT ON SURVIVAL IN METASTATIC BREAST CANCER. N Engl J Med, Vol. 345, No. 24. December 13, 2001.

4: Simpson JS, Carlson LE, Beck CA, et al (2002). Effecs of a brief intervention on social support and psychiatric morbidity in breast cancer patients. Psychooncology, 11, 282-94.

5: Yen JY, Ko CH, Yen CF, et al (2006). Quality of life, depression ans stress in breast cancer women outpatients receiving active therapy in Taiwan. Psychiatry Clin Neurosc, 60, 147-53.

6: Delbrück H (2008). Social support in cancer rehabilitation and palliation. Rehabilitation and palliation of cancer patients. 51-63.

7: Yasemin Yıldırım Usta. Importance of Social Support in Cancer Patients. Asian Pacific J Cancer Prev, 13, 3569-3572, 2012.

8: Sapp AL, Trentham-Dietz A et al. Social Networks and Quality of Life among Female Long-Term Colorectal Cancer Survivors. Cancer 2003;98:1749–58.

9: Wenger LM, Oliffe JL, Bottorff JL. Psychosocial Oncology Supports for Men: A Scoping Review and Recommendations. Am J Mens Health. 2016 Jan;10(1):39-58. doi: 10.1177/1557988314555361. Epub 2014 Nov 11. Review.

10: Parahoo K, McDonough S, McCaughan E, Noyes J, Semple C, Halstead EJ, Neuberger MM, Dahm P. Psychosocial interventions for men with prostate cancer: a Cochrane systematic review. BJU Int. 2015 Aug;116(2):174-83. doi: 10.1111/bju.12989. Epub 2015 Mar 17. Review.

11: Helgason AR, Dickman PW, Adolfsson J, Steineck G. Emotional isolation: Prevalence and the Effect on Well-being. Scand J Urol Nephrol 35: 97-101, 2002.

12: Skulason B, Hauksdottir A, Ahcic K and Helgason AR. Death talk: Gender differences in talking about one´s own impending death. BMC Palliative Care. 2014, 13:8.

13: Black, I. & Helgason A R. (2018). Using motivational interviewing to facilitate death talk in end-of-life care: an ethical analysis. BMC Palliative Care 17(51), 1-7.


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?