Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. jún. 2018

Reyklaus Ramadan á Íslandi

Múslimar á Íslandi og Krabbameinsfélag Íslands undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um heilsueflingu í tengslum við Ramadan, sem nú stendur yfir.

Stofnun múslima á Íslandi skuldbindur sig í samkomulaginu til að stuðla að vitundarvakningu til félagsmanna sinna um að hætta að reykja og Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning til þeirra sem ákveða að hætta tóbaksnotkun. Auk þess er vakin athygli á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Í Ramadanmánuði fasta múslimar daglega frá sólarupprás til sólseturs. Auk þess að fasta leggja múslimar meira á sig við að fylgja kenningum íslam í mánuðinum og taka afstöðu gegn ofbeldi, reiði, öfund, losta og illu umtali. Fastan er því sögð hreinsa bæði líkama og huga. Í ár stendur Ramadan yfir frá 16. maí og endar fimmtudaginn 14. júní. 

„Ramadanmánuður er kjörið tækifæri fyrir múslima til að gera breytingar í átt til betri heilsu. En það getur verið heilmikið átak að fara í gegnum föstuna sjálfa. Þess vegna leggjum við til að í Ramadan vinni þeir sem reykja að því að undirbúa það að hætta alveg að föstu lokinni,” segir Ásgeir R. Helgason, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélagsins. Ásgeir vann einnig að sams konar samkomulagi í Svíþjóð fyrir hönd Karolínska sjúkrahússins.

Undirritun samkomulagsins fór fram í mosku stofnunar múslima á Íslandi við Skógarhlíð. Á myndinni eru frá vinstri Abdel Aziz Khodair, leiðtogi söfnuðarins, Ásgeir R. Helgason, Karim Askari, Bragi Skúlason og Magid Issa. 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?