Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. jún. 2018

Reyklaus Ramadan á Íslandi

Múslimar á Íslandi og Krabbameinsfélag Íslands undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um heilsueflingu í tengslum við Ramadan, sem nú stendur yfir.

Stofnun múslima á Íslandi skuldbindur sig í samkomulaginu til að stuðla að vitundarvakningu til félagsmanna sinna um að hætta að reykja og Krabbameinsfélagið býður upp á ráðgjöf og stuðning til þeirra sem ákveða að hætta tóbaksnotkun. Auk þess er vakin athygli á skimun fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Í Ramadanmánuði fasta múslimar daglega frá sólarupprás til sólseturs. Auk þess að fasta leggja múslimar meira á sig við að fylgja kenningum íslam í mánuðinum og taka afstöðu gegn ofbeldi, reiði, öfund, losta og illu umtali. Fastan er því sögð hreinsa bæði líkama og huga. Í ár stendur Ramadan yfir frá 16. maí og endar fimmtudaginn 14. júní. 

„Ramadanmánuður er kjörið tækifæri fyrir múslima til að gera breytingar í átt til betri heilsu. En það getur verið heilmikið átak að fara í gegnum föstuna sjálfa. Þess vegna leggjum við til að í Ramadan vinni þeir sem reykja að því að undirbúa það að hætta alveg að föstu lokinni,” segir Ásgeir R. Helgason, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélagsins. Ásgeir vann einnig að sams konar samkomulagi í Svíþjóð fyrir hönd Karolínska sjúkrahússins.

Undirritun samkomulagsins fór fram í mosku stofnunar múslima á Íslandi við Skógarhlíð. Á myndinni eru frá vinstri Abdel Aziz Khodair, leiðtogi söfnuðarins, Ásgeir R. Helgason, Karim Askari, Bragi Skúlason og Magid Issa. 

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?