Guðmundur Pálsson 14. jún. 2022

Rannsóknir: Gæti hindrað bakteríu­sýkingar í krabba­meins­sjúklingum án sýkla­lyfja

Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakar möguleika á að koma í veg fyrir að bekteríur í görninni komist inn í vefi líkamans og valdi sýkingum.

Alvarlegir fylgkvillar lyfjameðferðar krabbameinssjúklinga eru brostnar þekjuvarnir og daufkjörungafæð sem geta leitt til sýkinga í blóði og innri líffærum mannslíkamans.

Guðmundur Hrafn Guðmundssson, prófessor við Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknahópi sem hefur lengi unnið að athugunum á yfirborðsvörnum með áherslu á varnar-peptíð (e. host defense peptides). Varnarpeptíðin eru mikilvæg sem fyrsta virka vörn yfirborðs gegn sýklum, þau hafa áhrif á samsetningu þarmaflórunnar og binda viðtaka til virkjunar á ónæmisfrumum gegn sýkingum. Varnarpeptíðin eru breiðvirk og unnið hefur verið að því lengi að nýta peptíðin gegn sýkingum. 

Hugmyndin í þessu verkefni er að virkja tjáningu peptíðanna tengt lyfjameðferð gegn krabbameinum og koma í veg fyrir að bakteríur í görninni komist inn í vefi líkamans og valdi sýkingum. Rannsóknahópurinn hefur hannað og búið svokölluð APD (aroylated phenylene-diamines) efni sem styrkja frumutengsl í þekjuvef og örva einnig framleiðslu varnarpeptíða. Í þessu verkefni ætlum við að rannsaka hvort APD efnin hindri yfirfærslu sjúkdómsvaldandi jafnvel banvænna E. coli stofna í músum á krabbameinslyfjum.

„Jákvæðar niðurstöður úr þessu verkefni getur greitt fyrir þróun og síðar framleiðslu lyfja sem hindra bakteríusýkingar í krabbameinsjúklingum án sýklalyfja.” segir Guðmundur Hrafn


Verkefnið Ónæmisstyrking gegn hitatengdri daufkyrningafæð án sýklalyfja hlaut 6 milljón kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?