Guðmundur Pálsson 14. jún. 2022

Rannsóknir: Gæti hindrað bakteríu­sýkingar í krabba­meins­sjúklingum án sýkla­lyfja

Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakar möguleika á að koma í veg fyrir að bekteríur í görninni komist inn í vefi líkamans og valdi sýkingum.

Alvarlegir fylgkvillar lyfjameðferðar krabbameinssjúklinga eru brostnar þekjuvarnir og daufkjörungafæð sem geta leitt til sýkinga í blóði og innri líffærum mannslíkamans.

Guðmundur Hrafn Guðmundssson, prófessor við Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknahópi sem hefur lengi unnið að athugunum á yfirborðsvörnum með áherslu á varnar-peptíð (e. host defense peptides). Varnarpeptíðin eru mikilvæg sem fyrsta virka vörn yfirborðs gegn sýklum, þau hafa áhrif á samsetningu þarmaflórunnar og binda viðtaka til virkjunar á ónæmisfrumum gegn sýkingum. Varnarpeptíðin eru breiðvirk og unnið hefur verið að því lengi að nýta peptíðin gegn sýkingum. 

Hugmyndin í þessu verkefni er að virkja tjáningu peptíðanna tengt lyfjameðferð gegn krabbameinum og koma í veg fyrir að bakteríur í görninni komist inn í vefi líkamans og valdi sýkingum. Rannsóknahópurinn hefur hannað og búið svokölluð APD (aroylated phenylene-diamines) efni sem styrkja frumutengsl í þekjuvef og örva einnig framleiðslu varnarpeptíða. Í þessu verkefni ætlum við að rannsaka hvort APD efnin hindri yfirfærslu sjúkdómsvaldandi jafnvel banvænna E. coli stofna í músum á krabbameinslyfjum.

„Jákvæðar niðurstöður úr þessu verkefni getur greitt fyrir þróun og síðar framleiðslu lyfja sem hindra bakteríusýkingar í krabbameinsjúklingum án sýklalyfja.” segir Guðmundur Hrafn


Verkefnið Ónæmisstyrking gegn hitatengdri daufkyrningafæð án sýklalyfja hlaut 6 milljón kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?