Guðmundur Pálsson 14. jún. 2022

Rannsóknir: Gæti hindrað bakteríu­sýkingar í krabba­meins­sjúklingum án sýkla­lyfja

Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakar möguleika á að koma í veg fyrir að bekteríur í görninni komist inn í vefi líkamans og valdi sýkingum.

Alvarlegir fylgkvillar lyfjameðferðar krabbameinssjúklinga eru brostnar þekjuvarnir og daufkjörungafæð sem geta leitt til sýkinga í blóði og innri líffærum mannslíkamans.

Guðmundur Hrafn Guðmundssson, prófessor við Háskóla Íslands, fer fyrir rannsóknahópi sem hefur lengi unnið að athugunum á yfirborðsvörnum með áherslu á varnar-peptíð (e. host defense peptides). Varnarpeptíðin eru mikilvæg sem fyrsta virka vörn yfirborðs gegn sýklum, þau hafa áhrif á samsetningu þarmaflórunnar og binda viðtaka til virkjunar á ónæmisfrumum gegn sýkingum. Varnarpeptíðin eru breiðvirk og unnið hefur verið að því lengi að nýta peptíðin gegn sýkingum. 

Hugmyndin í þessu verkefni er að virkja tjáningu peptíðanna tengt lyfjameðferð gegn krabbameinum og koma í veg fyrir að bakteríur í görninni komist inn í vefi líkamans og valdi sýkingum. Rannsóknahópurinn hefur hannað og búið svokölluð APD (aroylated phenylene-diamines) efni sem styrkja frumutengsl í þekjuvef og örva einnig framleiðslu varnarpeptíða. Í þessu verkefni ætlum við að rannsaka hvort APD efnin hindri yfirfærslu sjúkdómsvaldandi jafnvel banvænna E. coli stofna í músum á krabbameinslyfjum.

„Jákvæðar niðurstöður úr þessu verkefni getur greitt fyrir þróun og síðar framleiðslu lyfja sem hindra bakteríusýkingar í krabbameinsjúklingum án sýklalyfja.” segir Guðmundur Hrafn


Verkefnið Ónæmisstyrking gegn hitatengdri daufkyrningafæð án sýklalyfja hlaut 6 milljón kr. styrk úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins árið 2022.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?