Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. des. 2019

Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

  • Frumurannsókn KÍ

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Fjöldi kvenna nýtir tækifærið hjá kvensjúkdómalækni og lætur taka krabbameinssýni í skoðuninni. Þær konur sem hafa látið taka strok úr leghálsi hjá kvenjúkdómalækni á árinu, munu fá reikning fyrir rannsóknargjaldi sýnisins í næstu viku. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar læknar innheimtu gjaldið jafnóðum við komu kvennnanna til þeirra.

„Nokkrir læknanna eru hættir innheimtu gjaldsins og þá breytist verklag og félagið þurfti að taka þetta að sér, segir Helgi Björnsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins.

Reikningar munu berast frá Krabbameinsfélaginu með skýringu í næstu viku, almennt gjald er 2.700 auk seðilgjalds.


Fleiri nýjar fréttir

27. jan. 2020 : „Af hverju ekki ég?

Vigdís Finnbogadóttir var 48 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein og fór í brjóstnám. Hún rifjar upp þennan tíma fyrir rúmum 40 árum þegar ekki var talað jafn opinskátt um hlutina og gert er í dag.

Lesa meira

17. jan. 2020 : Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Lesa meira

15. jan. 2020 : Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Lesa meira

8. jan. 2020 : Þetta reddast ekki ... án aðgerða!

Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins skrifar.

Lesa meira

27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?