Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. des. 2019

Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

  • Frumurannsókn KÍ

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Fjöldi kvenna nýtir tækifærið hjá kvensjúkdómalækni og lætur taka krabbameinssýni í skoðuninni. Þær konur sem hafa látið taka strok úr leghálsi hjá kvenjúkdómalækni á árinu, munu fá reikning fyrir rannsóknargjaldi sýnisins í næstu viku. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar læknar innheimtu gjaldið jafnóðum við komu kvennnanna til þeirra.

„Nokkrir læknanna eru hættir innheimtu gjaldsins og þá breytist verklag og félagið þurfti að taka þetta að sér, segir Helgi Björnsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins.

Reikningar munu berast frá Krabbameinsfélaginu með skýringu í næstu viku, almennt gjald er 2.700 auk seðilgjalds.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?