Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 13. des. 2019

Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

  • Frumurannsókn KÍ

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Fjöldi kvenna nýtir tækifærið hjá kvensjúkdómalækni og lætur taka krabbameinssýni í skoðuninni. Þær konur sem hafa látið taka strok úr leghálsi hjá kvenjúkdómalækni á árinu, munu fá reikning fyrir rannsóknargjaldi sýnisins í næstu viku. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar læknar innheimtu gjaldið jafnóðum við komu kvennnanna til þeirra.

„Nokkrir læknanna eru hættir innheimtu gjaldsins og þá breytist verklag og félagið þurfti að taka þetta að sér, segir Helgi Björnsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins.

Reikningar munu berast frá Krabbameinsfélaginu með skýringu í næstu viku, almennt gjald er 2.700 auk seðilgjalds.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?