Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Rannsókn: Vaxtarhraði á unglingsárum og mataræði á lífsleiðinni

  • Ólöf Guðný Geirsdóttir (t.v.), dósent við Háskóla Íslands og Álfheiður Haraldsdóttir ganga inn í hátíðarsal Háskóla Íslands ásamt doktorsnefndinni þar sem doktorsvörnin fór fram.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna. Helstu áhættuþættir tengjast æxlunarþáttum en einnig hreyfingu, áfengisneyslu og líkamsþyngd. 

Mataræði er einnig talið tengjast áhættunni á að greinast með meinið þótt niðurstöður rannsókna séu misvísandi og óljósar. 

Álfheiður Haraldsdóttir rannsakaði þessi tengsl í doktorsnámi sínu í lýðheilsuvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Doktorsvörnin fór fram í febrúar 2020 og sátu tveir starfsmenn Krabbameinsfélagsins í doktorsnefndinni, þær Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur og Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar. 

Notuð voru gögn frá Hjartavernd og Krabbameinsskrá fyrir rannsóknina. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að auka þekkingu á tengslum brjóstakrabbameins og mataræðis og vaxtar á unglingsárum, þegar brjóstvefurinn er að vaxa og þroskast. Fáar rannsóknir hafa verið birtar um það.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði mataræði á unglingsárum og vaxtarhraði tengist brjóstakrabbameinsáhættu síðar á ævinni. Rífleg neysla á fiski og haframjöli tengdist minni áhættu en mikil rúgbrauðsneysla á unglingsárum sem og á miðjum aldri tengdist aukinni hættu á að greinast með meinið. 

Þá reyndist hraður vöxtur á unglingsárum auka áhættuna og einnig voru vísbendingar um að fæðumynstur á efri árum sem einkenndist af sætmeti tengdist aukinni áhættu. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi lífshátta í þróun brjóstakrabbameins, bæði á fyrri hluta ævinnar en einnig síðar á ævinni, og eru mikilvægt framlag til aukinnar þekkingar. 

Krabbameinsfélagið óskar Álfheiði innilega til hamingju með doktorsgráðuna og mikilvægt framlag í þágu krabbameinsrannsókna.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?