Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Rannsókn: Vaxtarhraði á unglingsárum og mataræði á lífsleiðinni

  • Ólöf Guðný Geirsdóttir (t.v.), dósent við Háskóla Íslands og Álfheiður Haraldsdóttir ganga inn í hátíðarsal Háskóla Íslands ásamt doktorsnefndinni þar sem doktorsvörnin fór fram.

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna. Helstu áhættuþættir tengjast æxlunarþáttum en einnig hreyfingu, áfengisneyslu og líkamsþyngd. 

Mataræði er einnig talið tengjast áhættunni á að greinast með meinið þótt niðurstöður rannsókna séu misvísandi og óljósar. 

Álfheiður Haraldsdóttir rannsakaði þessi tengsl í doktorsnámi sínu í lýðheilsuvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Doktorsvörnin fór fram í febrúar 2020 og sátu tveir starfsmenn Krabbameinsfélagsins í doktorsnefndinni, þær Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur og Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar. 

Notuð voru gögn frá Hjartavernd og Krabbameinsskrá fyrir rannsóknina. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að auka þekkingu á tengslum brjóstakrabbameins og mataræðis og vaxtar á unglingsárum, þegar brjóstvefurinn er að vaxa og þroskast. Fáar rannsóknir hafa verið birtar um það.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði mataræði á unglingsárum og vaxtarhraði tengist brjóstakrabbameinsáhættu síðar á ævinni. Rífleg neysla á fiski og haframjöli tengdist minni áhættu en mikil rúgbrauðsneysla á unglingsárum sem og á miðjum aldri tengdist aukinni hættu á að greinast með meinið. 

Þá reyndist hraður vöxtur á unglingsárum auka áhættuna og einnig voru vísbendingar um að fæðumynstur á efri árum sem einkenndist af sætmeti tengdist aukinni áhættu. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi lífshátta í þróun brjóstakrabbameins, bæði á fyrri hluta ævinnar en einnig síðar á ævinni, og eru mikilvægt framlag til aukinnar þekkingar. 

Krabbameinsfélagið óskar Álfheiði innilega til hamingju með doktorsgráðuna og mikilvægt framlag í þágu krabbameinsrannsókna.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?