Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Rannsókn á bólusetningu gegn leghálskrabbameini bendir til langtímaverndar

Í norrænni rannsókn á áhrifum bóluefnisins Gardasil sem nýlega birtist í læknaritinu EClinicalMedicine mynduðust engar hágráðuforstigsbreytingar hjá þeim konum sem fengu bóluefnið. 

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins tók þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 14 ár og náði til fjögurra norrænna ríkja. Árið 2011 hófst hér á landi almenn bólusetning hjá 12 ára stúlkum gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum sem eru forstig krabbameinsins. Bóluefnið Cervarix hefur verið notað á Íslandi og hefur þátttakan verið yfir 90%. 

„Leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum. Í ofangreindri norrænni rannsókn var um að ræða bóluefni sem verkar gegn fjórum gerðum HPV-veira, þar á meðal þeim tveimur sem valda 70% allra leghálskrabbameina. Nú hefur verið þróað nýtt bóluefni sem nær til níu gerða HPV-veira og gefur því enn betri vernd gegn forstigsbreytingum í leghálsi og þar með leghálskrabbameini,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár og einn rannsakenda 

Langtímaáhrif bólusetningarinnar voru könnuð hjá ungum konum (16-23 ára) frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð og var þeim fylgt eftir í 14 ár frá bólusetningu. Engin tilfelli forstigsbreytinga komu upp hjá þessum hópi meðan á rannsókninni stóð. Sýnt var fram á 100% virkni bóluefnisins í allt að 12-14 ár. 

„Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um langtímavirkni bóluefnisins og sýna að ekki er þörf á endurbólusetningu í að minnsta kosti 14 ár eftir bólusetningu hjá ungum konum. Ánægjulegt er að sjá að engar vísbendingar voru um minnkandi ónæmi kvennanna á tímabilinu,“ segir Laufey að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

5. jan. 2022 : Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?