Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 9. jún. 2020

Rannsakaði 50 þúsund leghálssýni á ferlinum

  • Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri og Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur, í kveðjukaffinu í morgun.

Í dag voru tveir starfsmenn í Skógarhlíðinni kvaddir með pompi og prakt.

Þórdís Björg Kristinsdóttir hefur starfað sem lífeindafræðingur á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins í 15 ár en hún hefur nú látið af störfum. Áætlað er að Þórdís hafi rannsakað um 50 þúsund sýni á þessum tíma.

„Þórdís var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni.

Ragnheiður Davíðsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri og verkefnastjóri Krafts, hefur einnig látið af störfum. Ragnheiður starfaði hjá Krafti frá árinu 2013, síðustu árin við útgáfu, fræðslu og hagsmunagæslu. Ragnheiður lét réttindamál fólks með krabbamein mjög til sín taka og var dyggur liðsmaður félagsmanna Krafts og fleiri.

„Um leið og við þökkum þeim Ragnheiði og Þórdísi Björgu kærlega fyrir vel unnin störf í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri og Ragnheiður Davíðsdóttir hjá Krafti í kveðjukaffinu.

Ragnheiður Davíðsdóttir með Höllu Þorvaldsdóttur.

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri og Þórdís Björg Kristinsdóttir, lífeindafræðingur, í kveðjukaffinu í morgun.Þórdís Björg Kristinsdóttir með Höllu Þorvaldsdóttur.
Fleiri nýjar fréttir

12. ágú. 2020 : Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma biðlista

Krabbameinsfélagið fagnar því að ekki er lengur biðlisti hjá Landspítala eftir klínískum brjóstaskoðunum. Mikilvægt er að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur.

Lesa meira

4. ágú. 2020 : Reykjavíkur­maraþoni Íslands­banka aflýst

Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og verður upplýsingum þar að lútandi komið á framfæri á næstu dögum.

Lesa meira

30. júl. 2020 : Notum andlits­grímur í heimsókn á Leitar­stöðina

Þeim sem heimsækja Leitarstöðina ber að nota andlitsgrímur við skimunina. 

Lesa meira

6. júl. 2020 : Krabbamein fer ekki í frí

Vitundarvakning Krafts sem snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann.

Lesa meira

6. júl. 2020 : Sumaropnun hjá Ráðgjafarþjónustunni

Breyting á opnunartíma í júlí hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?