Ása Sigríður Þórisdóttir 29. okt. 2020

Góð þátttaka í rafrænu málþingi um brjóstakrabbamein

Hér má nálgast upptöku af málþinginu um brjóstakrabbamein á fordæmalausum tímum. Við erum afar ánægð með þátttökuna en um þúsund manns fylgdust rafrænt með málþinginu hvaðana af úr heiminum.

Upptaka af rafrænu bleiku málþingi um brjóstakrabbamein á fordæmalausum tímum sem streymt var úr Skógarhlíðinni 27. október sl. Málþingið er hluti af Bleiku slaufunni og var á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Um 1000 manns fylgdust rafrænt með málþinginu í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins, Facebooksíðu Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins auk mbl.is.

Dagskráin var fjölbreytt og áhersla lögð á að nálgast viðfangsefnið frá sem flestum hliðum. Fjallað var um áhrif Covid-19 á eftirlit og meðferð brjóstakrabbmeinssjúklinga, áhrifin á greiningar- og aðgerðarferlið, líðan í þessum krefjandi aðstæðum og gefin ýmis gagnleg bjargráð. Kynntar voru frumniðurstöður úr Áttavitanum rannsókn á reynslu fólks sem hefur greinst með krabbamein og sagt stuttlega frá Heilsubankanum nýrri rannsókn á áhættuþáttum brjóstakrabbameins. Auk þess sem fjallað var um flutning skimunar og sérskoðana frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til Landspítala.

Upptöku af málþinginu (með því að smella á myndina) og glærurkynningar fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=Hzpfpb8sDss&feature=youtu.be

Dagskrá - glærukynningar

1. Setning Brynja Björk Gunnarsdóttir formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna

2. Brjóstakrabbamein og Covid 19 – áhrif og líðan Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum og Kristín Sigurðardóttir sérfræðingur í hjúkrun í brjóstateymi Landspítala

3. Líðan og bjargráð á tímum Covid-19 Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

4. Áttavitinn – ný rannsókn á greiningar- og meðferðarferlinu Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu kynnir niðurstöður úr Áttavitanum sem snúa að þátttakendum með brjóstakrabbamein

5. Flutningur skimunar og sérskoðana frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til Landspítalans Maríanna Garðarsdóttir forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Landspítalans

 


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?