Ása Sigríður Þórisdóttir 29. okt. 2020

Góð þátttaka í rafrænu málþingi um brjóstakrabbamein

Hér má nálgast upptöku af málþinginu um brjóstakrabbamein á fordæmalausum tímum. Við erum afar ánægð með þátttökuna en um þúsund manns fylgdust rafrænt með málþinginu hvaðana af úr heiminum.

Upptaka af rafrænu bleiku málþingi um brjóstakrabbamein á fordæmalausum tímum sem streymt var úr Skógarhlíðinni 27. október sl. Málþingið er hluti af Bleiku slaufunni og var á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Um 1000 manns fylgdust rafrænt með málþinginu í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins, Facebooksíðu Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins auk mbl.is.

Dagskráin var fjölbreytt og áhersla lögð á að nálgast viðfangsefnið frá sem flestum hliðum. Fjallað var um áhrif Covid-19 á eftirlit og meðferð brjóstakrabbmeinssjúklinga, áhrifin á greiningar- og aðgerðarferlið, líðan í þessum krefjandi aðstæðum og gefin ýmis gagnleg bjargráð. Kynntar voru frumniðurstöður úr Áttavitanum rannsókn á reynslu fólks sem hefur greinst með krabbamein og sagt stuttlega frá Heilsubankanum nýrri rannsókn á áhættuþáttum brjóstakrabbameins. Auk þess sem fjallað var um flutning skimunar og sérskoðana frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til Landspítala.

Upptöku af málþinginu (með því að smella á myndina) og glærurkynningar fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=Hzpfpb8sDss&feature=youtu.be

Dagskrá - glærukynningar

1. Setning Brynja Björk Gunnarsdóttir formaður Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna

2. Brjóstakrabbamein og Covid 19 – áhrif og líðan Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir á Landspítalanum og Kristín Sigurðardóttir sérfræðingur í hjúkrun í brjóstateymi Landspítala

3. Líðan og bjargráð á tímum Covid-19 Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins

4. Áttavitinn – ný rannsókn á greiningar- og meðferðarferlinu Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu kynnir niðurstöður úr Áttavitanum sem snúa að þátttakendum með brjóstakrabbamein

5. Flutningur skimunar og sérskoðana frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til Landspítalans Maríanna Garðarsdóttir forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Landspítalans

 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?