Guðmundur Pálsson 10. jan. 2018

Rætt um fram­farir og nýjungar í krabba­meins­skráningu

  • Stjórn samtaka norrænna krabbameinsskráa. Standandi aftari röð frá vinstri: Nea Malila, Mats Lambe, Bjørn Møller, Giske Ursin, Eero Pukkala and Laufey Tryggvadóttir. Sitjandi frá vinstri: Linda Aagaard Thomsen, Hans H. Storm, David Pettersson and Elinborg J. Ólafsdóttir.

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. 

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.

Á fundinn mættu tveir stjórnendur frá hverri skrá í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð auk Íslands. Vegna óveðurs á Íslandi komust norsku fulltrúarnir ekki til Íslands í tæka tíð en tóku þátt í fundinum með hjálp skype eins og sjá má á myndinni.

Meðal fundarefnis voru framfarir og nýjungar í krabbameinsskráningu, samræming skráningar, Norræni sumarskólinn í faraldsfræði krabbameina, leit að krabbameinum, alþjóðlegt samstarf og nýjar rannsóknir og birtar vísindagreinar. 

Einnig var fjallað um fyrirhugaða ráðstefnu ANCR sem haldin verður á Íslandi 12. til 14. júní í sumar.

Ancr-iceland-2018-02-minni

Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?