Guðmundur Pálsson 10. jan. 2018

Rætt um fram­farir og nýjungar í krabba­meins­skráningu

  • Stjórn samtaka norrænna krabbameinsskráa. Standandi aftari röð frá vinstri: Nea Malila, Mats Lambe, Bjørn Møller, Giske Ursin, Eero Pukkala and Laufey Tryggvadóttir. Sitjandi frá vinstri: Linda Aagaard Thomsen, Hans H. Storm, David Pettersson and Elinborg J. Ólafsdóttir.

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. 

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.

Á fundinn mættu tveir stjórnendur frá hverri skrá í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð auk Íslands. Vegna óveðurs á Íslandi komust norsku fulltrúarnir ekki til Íslands í tæka tíð en tóku þátt í fundinum með hjálp skype eins og sjá má á myndinni.

Meðal fundarefnis voru framfarir og nýjungar í krabbameinsskráningu, samræming skráningar, Norræni sumarskólinn í faraldsfræði krabbameina, leit að krabbameinum, alþjóðlegt samstarf og nýjar rannsóknir og birtar vísindagreinar. 

Einnig var fjallað um fyrirhugaða ráðstefnu ANCR sem haldin verður á Íslandi 12. til 14. júní í sumar.

Ancr-iceland-2018-02-minni

Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?