Rætt um framfarir og nýjungar í krabbameinsskráningu
-
Stjórn samtaka norrænna krabbameinsskráa. Standandi aftari röð frá vinstri: Nea Malila, Mats Lambe, Bjørn Møller, Giske Ursin, Eero Pukkala and Laufey Tryggvadóttir. Sitjandi frá vinstri: Linda Aagaard Thomsen, Hans H. Storm, David Pettersson and Elinborg J. Ólafsdóttir.
Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.
Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.
Á fundinn mættu tveir stjórnendur frá hverri skrá í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð auk Íslands. Vegna óveðurs á Íslandi komust norsku fulltrúarnir ekki til Íslands í tæka tíð en tóku þátt í fundinum með hjálp skype eins og sjá má á myndinni.
Meðal fundarefnis voru framfarir og nýjungar í krabbameinsskráningu, samræming skráningar, Norræni sumarskólinn í faraldsfræði krabbameina, leit að krabbameinum, alþjóðlegt samstarf og nýjar rannsóknir og birtar vísindagreinar.
Einnig var fjallað um fyrirhugaða ráðstefnu ANCR sem haldin verður á Íslandi 12. til 14. júní í sumar.
