Guðmundur Pálsson 10. jan. 2018

Rætt um fram­farir og nýjungar í krabba­meins­skráningu

  • Stjórn samtaka norrænna krabbameinsskráa. Standandi aftari röð frá vinstri: Nea Malila, Mats Lambe, Bjørn Møller, Giske Ursin, Eero Pukkala and Laufey Tryggvadóttir. Sitjandi frá vinstri: Linda Aagaard Thomsen, Hans H. Storm, David Pettersson and Elinborg J. Ólafsdóttir.

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. 

Þann 9. janúar var haldinn stjórnarfundur Samtaka norrænna krabbameinsskráa (e. Association of Nordic Cancer Registries, ANCR) í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð.

Á fundinn mættu tveir stjórnendur frá hverri skrá í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð auk Íslands. Vegna óveðurs á Íslandi komust norsku fulltrúarnir ekki til Íslands í tæka tíð en tóku þátt í fundinum með hjálp skype eins og sjá má á myndinni.

Meðal fundarefnis voru framfarir og nýjungar í krabbameinsskráningu, samræming skráningar, Norræni sumarskólinn í faraldsfræði krabbameina, leit að krabbameinum, alþjóðlegt samstarf og nýjar rannsóknir og birtar vísindagreinar. 

Einnig var fjallað um fyrirhugaða ráðstefnu ANCR sem haldin verður á Íslandi 12. til 14. júní í sumar.

Ancr-iceland-2018-02-minni

Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?