Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jún. 2018

Ráðstefna Norrænu krabbameinsskránna haldin á Hellu

Yfir 100 manns frá Norðurlöndunum sátu árlega ráðstefnu ANCR, Norrænu krabbameinsskránna, sem nýlokið er á Hellu. 

Norrænu krabbameinsskrárnar skiptast á að halda ráðstefnu Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Í ár var komið að Íslandi og fór ráðstefnan fram á Stracta hótelinu á Hellu dagana 12-15. júní. 

Haldin voru 57 faraldsfræðileg erindi um forvarnir og orsakir krabbameina, skimun fyrir krabbameinum, krabbameinsskráningu, umönnun og horfur krabbameinssjúklinga. 

Meðal fyrirlesara er Dr. Isabelle Soerjomataram, yfirmaður hjá krabbameinseftirlitsdeild Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC) sem er staðsett í Lyon í Frakklandi. Isabelle fjallaði meðal annars um hve stóran hluta krabbameina í heiminum er hægt að fyrirbyggja með því að draga úr útsetningu fyrir þekktum krabbameinsvöldum, svo sem reykingum, offitu, áfengisneyslu, útfjólubláu ljósi, hreyfingarleysi og ákveðnum veiru- og bakteríusýkingum. Vægi þessara þátta er ólíkt eftir þjóðum. Einnig lagði Isabelle áherslu á mikilvægi góðra krabbameinsáætlana fyrir þjóðir heims, en þær ýta mjög undir framfarir í forvörnum, skimun og meðferð krabbameina. 

Á myndinni ganga hluti ráðstefnugesta í kvöldsólinni frá ráðstefnuhótelinu að reiðhöllinni á Rangárvöllum þar sem boðið var upp á hestasýningu.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?