Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jún. 2018

Ráðstefna Norrænu krabbameinsskránna haldin á Hellu

Yfir 100 manns frá Norðurlöndunum sátu árlega ráðstefnu ANCR, Norrænu krabbameinsskránna, sem nýlokið er á Hellu. 

Norrænu krabbameinsskrárnar skiptast á að halda ráðstefnu Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Í ár var komið að Íslandi og fór ráðstefnan fram á Stracta hótelinu á Hellu dagana 12-15. júní. 

Haldin voru 57 faraldsfræðileg erindi um forvarnir og orsakir krabbameina, skimun fyrir krabbameinum, krabbameinsskráningu, umönnun og horfur krabbameinssjúklinga. 

Meðal fyrirlesara er Dr. Isabelle Soerjomataram, yfirmaður hjá krabbameinseftirlitsdeild Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC) sem er staðsett í Lyon í Frakklandi. Isabelle fjallaði meðal annars um hve stóran hluta krabbameina í heiminum er hægt að fyrirbyggja með því að draga úr útsetningu fyrir þekktum krabbameinsvöldum, svo sem reykingum, offitu, áfengisneyslu, útfjólubláu ljósi, hreyfingarleysi og ákveðnum veiru- og bakteríusýkingum. Vægi þessara þátta er ólíkt eftir þjóðum. Einnig lagði Isabelle áherslu á mikilvægi góðra krabbameinsáætlana fyrir þjóðir heims, en þær ýta mjög undir framfarir í forvörnum, skimun og meðferð krabbameina. 

Á myndinni ganga hluti ráðstefnugesta í kvöldsólinni frá ráðstefnuhótelinu að reiðhöllinni á Rangárvöllum þar sem boðið var upp á hestasýningu.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?