Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jún. 2018

Ráðstefna Norrænu krabbameinsskránna haldin á Hellu

Yfir 100 manns frá Norðurlöndunum sátu árlega ráðstefnu ANCR, Norrænu krabbameinsskránna, sem nýlokið er á Hellu. 

Norrænu krabbameinsskrárnar skiptast á að halda ráðstefnu Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Í ár var komið að Íslandi og fór ráðstefnan fram á Stracta hótelinu á Hellu dagana 12-15. júní. 

Haldin voru 57 faraldsfræðileg erindi um forvarnir og orsakir krabbameina, skimun fyrir krabbameinum, krabbameinsskráningu, umönnun og horfur krabbameinssjúklinga. 

Meðal fyrirlesara er Dr. Isabelle Soerjomataram, yfirmaður hjá krabbameinseftirlitsdeild Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC) sem er staðsett í Lyon í Frakklandi. Isabelle fjallaði meðal annars um hve stóran hluta krabbameina í heiminum er hægt að fyrirbyggja með því að draga úr útsetningu fyrir þekktum krabbameinsvöldum, svo sem reykingum, offitu, áfengisneyslu, útfjólubláu ljósi, hreyfingarleysi og ákveðnum veiru- og bakteríusýkingum. Vægi þessara þátta er ólíkt eftir þjóðum. Einnig lagði Isabelle áherslu á mikilvægi góðra krabbameinsáætlana fyrir þjóðir heims, en þær ýta mjög undir framfarir í forvörnum, skimun og meðferð krabbameina. 

Á myndinni ganga hluti ráðstefnugesta í kvöldsólinni frá ráðstefnuhótelinu að reiðhöllinni á Rangárvöllum þar sem boðið var upp á hestasýningu.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?