Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 15. jún. 2018

Ráðstefna Norrænu krabbameinsskránna haldin á Hellu

Yfir 100 manns frá Norðurlöndunum sátu árlega ráðstefnu ANCR, Norrænu krabbameinsskránna, sem nýlokið er á Hellu. 

Norrænu krabbameinsskrárnar skiptast á að halda ráðstefnu Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Í ár var komið að Íslandi og fór ráðstefnan fram á Stracta hótelinu á Hellu dagana 12-15. júní. 

Haldin voru 57 faraldsfræðileg erindi um forvarnir og orsakir krabbameina, skimun fyrir krabbameinum, krabbameinsskráningu, umönnun og horfur krabbameinssjúklinga. 

Meðal fyrirlesara er Dr. Isabelle Soerjomataram, yfirmaður hjá krabbameinseftirlitsdeild Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnunarinnar (IARC) sem er staðsett í Lyon í Frakklandi. Isabelle fjallaði meðal annars um hve stóran hluta krabbameina í heiminum er hægt að fyrirbyggja með því að draga úr útsetningu fyrir þekktum krabbameinsvöldum, svo sem reykingum, offitu, áfengisneyslu, útfjólubláu ljósi, hreyfingarleysi og ákveðnum veiru- og bakteríusýkingum. Vægi þessara þátta er ólíkt eftir þjóðum. Einnig lagði Isabelle áherslu á mikilvægi góðra krabbameinsáætlana fyrir þjóðir heims, en þær ýta mjög undir framfarir í forvörnum, skimun og meðferð krabbameina. 

Á myndinni ganga hluti ráðstefnugesta í kvöldsólinni frá ráðstefnuhótelinu að reiðhöllinni á Rangárvöllum þar sem boðið var upp á hestasýningu.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?