Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 5. nóv. 2019

Ráðgjöf nú veitt í Árborg

  • Svanhildur Ólafsdóttir, Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Díana Óskarasdóttir, skrifa undir samstarfssamninginn.

Í dag var undirritaður á Sjúkrahúsinu á Selfossi samstarfssamningur milli Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um ráðgjöf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferðum.

Meðferð við krabbameinum hófst á sjúkrahúsinu fyrir ári síðan en fram að þeim tíma höfðu krabbameinssjúklingar sótt meðferð til Reykjavíkur.

„Þetta fór rólega af stað en það er gríðarlegur vöxtur í aðsókninni og þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU.

https://youtu.be/XMG4oc13ijY

Fljótlega kom þó í ljós að þörf var á stuðningi og Krabbameinsfélag Árnessýslu leitaði til Krabbameinsfélagsins um ráðgjöf og stuðning fyrir krabbameinssjúklinga á svæðinu.

“Markmiðið hjá okkur í Krabbameinsfélagi Árnessýslu hefur alltaf verið að færa þjónustuna í heimabyggð,“ segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Í Bleiku slaufunni 2017 var söfnunarfé varið til að efla ráðgjöf og stuðning og hefur þeim fjármunum meðal annars verið varið til að koma á ráðgjöf á Akureyri og nú á Selfossi.

„Þetta skiptir mjög miklu máli því nú er Suðurlandið orðið 30 þúsund manna svæði og mikill vöxtur í Árborg og hér í kring,“ segir Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir.

„Hér munum við bjóða upp á viðtal fyrir alla sjúklinga sem eru að koma í upphaf meðferðar og síðan ræðst það eftir óskum og þörfum hvers og eins hversu oft þeir vilja koma til okkar og sækja þessa þjónustu og það erlíka mjög mikilvægt fyrir okkur sem heilbrigðisstarfsmenn að fylgjast með líðan sjúklinganna okkar og grípa þá inní þegar þess er þörf,“ segir Díana.

„Það er alveg nógu mikið álag að takast á við sjúkdóminn að þurfa ekki að sækja þjónustuna yfir heiðina,“ segir Svanhildur og bæti við að það skipti máli fyrir samfélagið: „því við erum að veita þá heildstæða þjónustu.“

„Ég vil hvetja alla sem sjá hag sinn í að nýta þessa þjónustu ekki að hika til að leita til okkar því við eru hér til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur,“ segir Díana.

Rágjöf er veitt annan hvern föstudag. 


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?