Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Ráðgjafi í fullu starfi á Austurlandi

Síðustu misseri hefur Krabbameinsfélagið unnið markvisst að því að auka stuðning og þjónustu við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni.

Ráðgjafi á vegum félagsins er starfandi á Akureyri, boðið er upp á ráðgjöf aðra hverja viku á Selfossi og fyrirkomulagið er svipað á Suðurnesjum. Snemma árs 2020 tók svo Margrét Helga Ívarsdóttir, læknir, við starfi ráðgjafa á Austurlandi. 

„Viðtökurnar hafa verið vonum framar og það hefur verið afar ánægjulegt að gera ráðgjöf og stuðning aðgengilegan fyrir íbúa hér á Austurlandi. Við sem búum á landsbyggðinni vitum að aðgengi að þjónustu í minni bæjarfélögum getur verið skert. Oft er um langan veg að fara eftir sérhæfðri heilbrigðisþjónustu,“ segir Margrét. 

Þurfi fólk að sækja krabbameinsmeðferð til Reykjavíkur getur það fengið aðstöðu í einni af átta íbúðum Krabbameinsfélagsins á Rauðarárstíg eða á sjúkrahóteli Landspítala. Kostnaðurinn sem hlýst af dvöl í íbúðunum eða á sjúkrahótelinu er niðurgreiddur af krabbameinsfélögunum á landsbyggðinni. 

„Það er mjög mikilvægt að þeir sem greinast með krabbamein hafi jafnan aðgang að þjónustu hvar sem þeir búa á landinu. Mikill meirihluti fólks sem ég tala við fagnar þessari viðbótarþjónustu því þessar ferðir geta verið erfiðar, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur. Flestir vilja vera sem mest heima hjá sér,“ segir Margrét. 

Lyfjameðferðir eru í auknum mæli veittar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið að sækja í sig veðrið og með tilkomu ráðgjafar og stuðnings á Austurlandi er verið að auka þjónustu með aðgengi að upplýsingum, ráðgjöf og stuðningi. 

„Þetta er mikið framfaraskref því þó að það sé mikilvægt að tryggja samfellu í meðferð krabbameinsgreindra og að þeir sæki sérhæfðari þjónustu þangað sem hún er í boði eykur það lífsgæði þessa hóps ef hægt er að efla þjónustu í heimabyggð. Þetta málefni er mér mjög kært og við höldum áfram að vinna að bættu aðgengi og þjónustu fyrir alla óháð búsetu - enda töluverð lífsgæði falin í því að búa á landsbyggðinni og því til mikils að vinna,“ segir Margrét að lokum.

Ljósmynd: Kormákur Máni Hafsteinsson

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?