Ása Sigríður Þórisdóttir 21. sep. 2020

Ráðgjafarþjónustan frestar tímabundið opnum tímum og námskeiðum

Til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar viðburði og fræðslu höfum við ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum hjá Ráðgjafarþjónustunni: Jóga Nidra á þriðjudögum, slökun á miðvikudögum og námskeiðinu Einbeiting og minni.

Til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar viðburði og fræðslu höfum við ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum hjá Ráðgjafarþjónustunni á þriðjudögum í Jóga Nidra og miðvikudögum í slökun og námskeiðinu Einbeiting og minni.

  • Við viljum vekja athygli á margvíslegu fræðsluefni, áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestum, hlaðvörpum, streymi og vefvörpum sem hægt er að nálgast hér.
  • Gagnlegar upplýsingar er varða COVID-19 og starfsemi Krabbameinsfélagsins má nálgast hér.

Við viljum hvetja fólk til að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar ef það hefur einhverjar spurningar eða ef það vill bóka tíma í ráðgjöf.

Ef þú átt bókað viðtal hjá ráðgjafa og ert með einkenni sem samrýmast COVID-19 einkennum, ert í einangrun eða í sóttkví þá mælum við með því að hafa samband í síma 800 4040 og bóka nýjan tíma. Þetta á líka við ef þú ert með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu.


Fleiri nýjar fréttir

23. okt. 2020 : Málþing: Brjósta­krabba­mein - fordæma­lausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

23. okt. 2020 : Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Lesa meira

21. okt. 2020 : Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Málum bæinn bleikan og stillum á Bleikt100

Í tilefni Bleika dagsins ætlar útvarpsstöðin K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?