Ása Sigríður Þórisdóttir 21. sep. 2020

Ráðgjafarþjónustan frestar tímabundið opnum tímum og námskeiðum

Til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar viðburði og fræðslu höfum við ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum hjá Ráðgjafarþjónustunni: Jóga Nidra á þriðjudögum, slökun á miðvikudögum og námskeiðinu Einbeiting og minni.

Til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar viðburði og fræðslu höfum við ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum hjá Ráðgjafarþjónustunni á þriðjudögum í Jóga Nidra og miðvikudögum í slökun og námskeiðinu Einbeiting og minni.

  • Við viljum vekja athygli á margvíslegu fræðsluefni, áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestum, hlaðvörpum, streymi og vefvörpum sem hægt er að nálgast hér.
  • Gagnlegar upplýsingar er varða COVID-19 og starfsemi Krabbameinsfélagsins má nálgast hér.

Við viljum hvetja fólk til að hafa samband við starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar ef það hefur einhverjar spurningar eða ef það vill bóka tíma í ráðgjöf.

Ef þú átt bókað viðtal hjá ráðgjafa og ert með einkenni sem samrýmast COVID-19 einkennum, ert í einangrun eða í sóttkví þá mælum við með því að hafa samband í síma 800 4040 og bóka nýjan tíma. Þetta á líka við ef þú ert með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu.


Fleiri nýjar fréttir

28. jún. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár: Heildar­verkið lítur dagsins ljós!

Krabbameinsfélagið fagnaði 70 ára afmæli sínu með ýmsum hætti á afmælisárinu sem lauk formlega í gær, mánudaginn 27. júní.

Lesa meira

28. jún. 2022 : „Kær­leik­urinn, hlátur­inn og sam­hugur­inn stækkaði hjarta mitt”

Frásögn Guðnýjar Hansen sem tók þátt í verkefninu „Kastað til bata” í byrjun mánaðarins.

Lesa meira

21. jún. 2022 : Reykja­víkur­mara­þon 2022: „Ég hleyp af því ég get það”

Nú verður hlaupið til góðs á ný eftir nokkurt hlé - loksins! Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Lesa meira

20. jún. 2022 : Sumarhappdrætti 2022: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 268 talsins að verðmæti ríflega 53 milljónir króna.

Lesa meira

16. jún. 2022 : Sumar­happ­drætti: Dregið 17. júní - átt þú miða?

Hægt er að greiða heimsenda miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins til og með 17. júní í heimabanka eða netbanka. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?