Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 19. feb. 2019

Páll Sveinsson safnaði 2,7 milljónum fyrir Bleiku slaufuna

  • Páll Sveinsson, gullsmiður hjá Jóni & Óskari og hönnuður Bleiku slaufunnar 2018, afhenti Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn.

Allur ágóði af sölu silfurhálsmens Bleiku slaufunnar var afhentur í vikunni, 2.750.328 krónur.

Silfurslaufan er hálsmen Bleiku slaufunnar sem framleitt er í takmörkuðu upplagi ár hvert. Hálsmenið var til sölu hjá gullsmiðum og seldist upp áður en átakinu lauk, líkt og gerst hefur síðustu 4 ár. Það var Páll Sveinsson, gullsmiður hjá Jóni & Óskari, og hönnuður Bleiku slaufunnar 2018 sem afhenti styrkinn.

„Það var mjög skemmtilegur skóli og heiður að fá að taka þátt í svona mikilvægu starfi sem gerir Krabbameinsfélaginu kleift að sinna þeim sem greinst hafa með krabbamein eins vel og komið hefur á daginn, endurgjaldslaust,“ segir Páll. „Við hönnunina var innblásturinn Tárið en tárið sem táknmynd margra tilfinninga; áfallið við greiningu, áskorun meðferðar, stolt, gleði og sorg.“

Silfurhálsmen Bleiku slaufunnar er örlítið breytt útgáfa af nælu Bleiku slaufunnar. Sú hefð hefur skapast að samkeppni er meðal gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða. Samstarfið er einstakt á heimsvísu og hefur frá upphafi skilað hátt í 12 milljónum króna til átaksins.

Samstarf Krabbameinsfélagsins og Félags íslenskra gullsmiða hefur staðið í sjö ár og hefur afraksturinn verið bæði fallegir og táknrænir skartgripir sem lifa með stórum hópi þjóðarinnar og fjárhagslegur stuðningur við fólk með krabbamein og fjölskyldur þeirra. 

„Við erum stolt af samstarfinu og þökkum vinningshöfum og öllum þeim sem hafa sent inn tillögur fyrir ómetanlegt framlag til að fækka þeim sem greinast, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Skiladagur er 20. febrúar 2019

Nú stendur yfir samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar 2019 og óskað er eftir tillögum gullsmiða að hönnun og útliti hennar. Sigurvegari samkeppninnar skuldbindur sig til að gefa vinnu sína en fær greiddan útlagðan kostnað við efni. Krabbameinsfélagið óskar eftir samvinnu við sigurvegarann við kynningu slaufunnar og veitir honum einnig stuðning til að kynna hana sjálfstætt. 

Myndband sem félagið gerði um smíði slaufunnar í fyrra fékk mikla athygli.

Verðlaunahafar úr samkeppni um hönnun Bleiku slaufunnar til þessa eru: 

  • 2018 Páll Sveinsson, gullsmíðameistari hjá Jóni og Óskari
  • 2017 Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland
  • 2016 Unnur Eir Björnsdóttir og Lovísa Halldórsdóttir gullsmiðir
  • 2015 Erling Jóhannesson, hönnuður og silfursmiður
  • 2014 Stefán Bogi Stefánsson, gullsmiður og hönnuður hjá Metal Design
  • 2013 Kjartan Ernir Kjartansson og Ástþór Helgason gullsmiðir hjá Orr
  • 2012 Ingi Bjarnason gullsmiður hjá Sign

Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?